Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eggert Skúlason til liðs við Framsóknarflokkinn

„Ég er ekki fram­sókn­ar­mað­ur,“ full­yrti Eggert Skúla­son í sjón­varps­við­tali þeg­ar hann tók við sem rit­stjóri DV. Hann hef­ur nú ver­ið ráð­inn kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar í Reykja­vík.

Eggert Skúlason til liðs við Framsóknarflokkinn
Eggert Skúlason Mynd: Hringbraut.is

Eggert Skúlason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Eggert greindi sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. „Með mjög stuttum aðdraganda hef ég tekið að mér stórt og spennandi verkefni. Ég réði mig í dag sem kosningastjóra hjá Framsóknarflokknum í báðum kjördæmum í Reykjavík. Ég hef áður komið að kosningabaráttu fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn og einnig unnið með einstaklingum í Samfylkingunni. En þetta verður fjör og stuttur tími. Hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ segir Eggert meðal annars. 

Ekki framsóknarmaður

Athygli vakti þegar Eggert var ráðinn ritstjóri DV í byrjun síðasta árs eftir hörð átök um eignarhald fjölmiðilsins. Hann hafði áður skrifað afar umdeilda skýrslu um vinnubrögð ritstjórnarinnar, skýrslu sem allir blaðamenn DV fordæmdu. Þegar Eggert tók við sem ritstjóri sagði hann að tekið yrði mið af skýrslunni í starfi ritstjórnarinnar. „Stærsta breytingin sem fólk mun sjá er að við munum taka mark af skýrslunni minni og innleiða orðið sanngirni.“ 

„Að ég sé framsóknarmaður?“

Ýmsir tengdu Eggert við framámenn í Framsóknarflokknum, en hann hafði áður starfað fyrir flokkinn. „Að ég sé framsóknarmaður? Ég segi bara: Sigmundur Davíð, ef það er rangt hjá mér, þá skalt þú bara koma og segja að ég sé að ljúga - en ég er ekki framsóknarmaður,“ sagði Eggert hins vegar í viðtali við RÚV.

„Kallinn er í Panamaskjölunum“

Þá vakti athygli þegar í ljós kom, fyrr á þessu ári, að nafn Eggerts er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert tjáði sig sem fyrr um málið á Facebook-síðu sinni: „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ skrifaði hann við tilefnið. 

Stundin hafði áður sagt frá því að Eggert hefði verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara á sama tíma og hann skrifaði bók þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir sérstaks saksóknara á efnahagsbrotum væru ofsóknir. Í kjölfar fréttar Stundarinnar gaf Eggert frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í ársbyrjun 2011 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum mínum frá árinu 2005. Ég hafði greitt mér arð úr félögum erlendis frá á árunum 2006 til 2008. Nam upphæðin samtals um sjö milljónum króna. Ég gerði grein fyrir þessum arðgreiðslum á skattframtali mínu og greiddi fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár