Hópur manna hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í sundlaugina í Vestmannaeyjum að næturþeli til að fara í heita pottinn. Langt er liðið síðan þetta gerðist en ákæruvaldið hefur nú dregið sundfólkið fyrir dóm. Málið var tekið fyrir í síðustu viku hjá Héraðsdómi Suðurlands. Enginn hinna ákærðu mætti.
„Þetta gerðist fyrir löngu. Ég hélt að við hefðum gert sátt um málið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó veðurguð, sem er einn hinna ákærðu. Hann sagðist vera undrandi á því að málið væri komið svona langt.
Athugasemdir