Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Uppruni dularfulls óþefs fundinn í Reykjanesbæ

Fjöl­marg­ir íbú­ar í Reykja­nes­bæ fundu fyr­ir ólykt í bæn­um nú fyr­ir helgi og um helg­ina. Mikl­ar um­ræð­ur hafa spunn­ist um til­urð lykt­ar­inn­ar á sam­fé­lags­miðl­um auk þess sem Um­hverf­is­stofn­un hafa borist kvart­an­ir vegna henn­ar.

Uppruni dularfulls óþefs fundinn í Reykjanesbæ

Mikla ólykt lagði yfir hluta Reykjanesbæjar nú fyrir og um helgina. Miklar umræður hafa spunnist um málið á samfélagsmiðlum auk þess sem Umhverfisstofnun hefur fengið kvartanir vegna lyktarinnar.

Stundin hafði samband við Umhverfisstofnun en Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, staðfesti það í samtali við Stundina að stofnuninni hefðu borist kvartanir vegna lyktar nú um helgina en samkvæmt henni beindust kvartanirnar gegn fiskimjölsverksmiðju sem staðsett er í Helguvík.

Ekki bræðslunni að kenna

Fór í taugarnar á bæjarbúum
Fór í taugarnar á bæjarbúum Lyktin fannst víða í Reykjanesbæ.

„Umhverfisstofnun hafði samband við Síldarvinnsluna í morgun til að afla upplýsinga. Þá kom í ljós að engin starfssemi var hjá fyrirtækinu um helgina en síðasta bræðsla fór fram dagana 7. til 10. mars síðastliðins og var gæði hráefnis sem þá var notað innan marka í starfsleyfi. Lyktin sem fannst um helgina getur því ekki stafað frá fiskimjölsverksmiðjunni,“ sagði Sigríður.

Þá sagði Sigríður enn fremur að haft hafi verið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og þar á bæ könnuðust menn ekki við fiskverkun eða hausaþurrkun í Reykjanesbæ.

En hvaðan kom þá lyktin?

Stundin fékk ábendingu um að lyktin væri kannski ekki þess eðlis að hún gæti hafa komið frá fiskimjölsverksmiðjunni vegna þess hve mikil „skítalykt“ þetta væri. Sá sem kom ábendingunni áleiðis til blaðsins taldi að um væri að ræða lykt af hænsnaskít sem reglulega væri dreift á svæði í kring um Reykjanesbæ til landgræðslu.

Haft var samband við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús á Vatnsleysuströnd, en hann staðfesti að fyrirtækið hefði selt töluvert magn af hænsnaskít til Hestamannafélagsins Mána sem á stórt og mikið landsvæði við Mánagrund, rétt hjá stóriðjusvæðinu Helguvík, sem er aðeins tæpum tveimur kílómetrum frá byggð.

Skítalykt yfir bæinn í norðanátt

Svæðið er staðsett norðanmegin í Reykjanesbæ en um og yfir helgina var norðanátt í Reykjanesbæ sem gæti útskýrt af hverju ólyktin barst yfir bæinn. Stefán Már sagði fyrirtækið reglulega selja hænsnaskít til hinna ýmsu aðila á Suðurnesjum sem nýta hann til áburðar en skíturinn er keyptur í tankavís og síðan dreift með þar til gerðum vinnuvélum.

Bera ábyrgð á lyktinni
Bera ábyrgð á lyktinni Hestamannafélagið Máni bar fyrir helgi hænsnaskít á svæði þeirra á Mánagrund, norðan við Reykjanesbæ.

Haft var samband við formann Hestamannafélagsins Mána, Gunnar Eyjólfsson. Hann staðfesti við Stundina að félagið hefði keypt hænsnaskít af Nesbú og að dreifing hans hafi átt sér stað ekki fyrir svo löngu síðan, fyrir mögulega viku eða tveim. Tilgangur dreifingarinnar var uppgræðsla á landsvæði í eigu hestamannafélagsins.

Bíða eftir rigningunni

„Þetta er ekki gert nema kannski einu sinni á ári, þegar það eru til peningar fyrir þessu. Þetta er náttúrulegasti áburður sem hægt er að finna og er rosalega góður til þess að græða upp móa og mela. Áburðurinn dugar í hátt í tvö ár og það er ekki hægt að neita því að það er lykt af honum. Skítnum rignir niður á einhverjum dögum og það er það sem okkur hefur vantað, það er að segja rigningin,“ segir Gunnar sem vonast til þess að lyktinni fari að linna og að hin kærkomna rigning fari að láta sjá sig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár