Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppruni dularfulls óþefs fundinn í Reykjanesbæ

Fjöl­marg­ir íbú­ar í Reykja­nes­bæ fundu fyr­ir ólykt í bæn­um nú fyr­ir helgi og um helg­ina. Mikl­ar um­ræð­ur hafa spunn­ist um til­urð lykt­ar­inn­ar á sam­fé­lags­miðl­um auk þess sem Um­hverf­is­stofn­un hafa borist kvart­an­ir vegna henn­ar.

Uppruni dularfulls óþefs fundinn í Reykjanesbæ

Mikla ólykt lagði yfir hluta Reykjanesbæjar nú fyrir og um helgina. Miklar umræður hafa spunnist um málið á samfélagsmiðlum auk þess sem Umhverfisstofnun hefur fengið kvartanir vegna lyktarinnar.

Stundin hafði samband við Umhverfisstofnun en Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, staðfesti það í samtali við Stundina að stofnuninni hefðu borist kvartanir vegna lyktar nú um helgina en samkvæmt henni beindust kvartanirnar gegn fiskimjölsverksmiðju sem staðsett er í Helguvík.

Ekki bræðslunni að kenna

Fór í taugarnar á bæjarbúum
Fór í taugarnar á bæjarbúum Lyktin fannst víða í Reykjanesbæ.

„Umhverfisstofnun hafði samband við Síldarvinnsluna í morgun til að afla upplýsinga. Þá kom í ljós að engin starfssemi var hjá fyrirtækinu um helgina en síðasta bræðsla fór fram dagana 7. til 10. mars síðastliðins og var gæði hráefnis sem þá var notað innan marka í starfsleyfi. Lyktin sem fannst um helgina getur því ekki stafað frá fiskimjölsverksmiðjunni,“ sagði Sigríður.

Þá sagði Sigríður enn fremur að haft hafi verið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og þar á bæ könnuðust menn ekki við fiskverkun eða hausaþurrkun í Reykjanesbæ.

En hvaðan kom þá lyktin?

Stundin fékk ábendingu um að lyktin væri kannski ekki þess eðlis að hún gæti hafa komið frá fiskimjölsverksmiðjunni vegna þess hve mikil „skítalykt“ þetta væri. Sá sem kom ábendingunni áleiðis til blaðsins taldi að um væri að ræða lykt af hænsnaskít sem reglulega væri dreift á svæði í kring um Reykjanesbæ til landgræðslu.

Haft var samband við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús á Vatnsleysuströnd, en hann staðfesti að fyrirtækið hefði selt töluvert magn af hænsnaskít til Hestamannafélagsins Mána sem á stórt og mikið landsvæði við Mánagrund, rétt hjá stóriðjusvæðinu Helguvík, sem er aðeins tæpum tveimur kílómetrum frá byggð.

Skítalykt yfir bæinn í norðanátt

Svæðið er staðsett norðanmegin í Reykjanesbæ en um og yfir helgina var norðanátt í Reykjanesbæ sem gæti útskýrt af hverju ólyktin barst yfir bæinn. Stefán Már sagði fyrirtækið reglulega selja hænsnaskít til hinna ýmsu aðila á Suðurnesjum sem nýta hann til áburðar en skíturinn er keyptur í tankavís og síðan dreift með þar til gerðum vinnuvélum.

Bera ábyrgð á lyktinni
Bera ábyrgð á lyktinni Hestamannafélagið Máni bar fyrir helgi hænsnaskít á svæði þeirra á Mánagrund, norðan við Reykjanesbæ.

Haft var samband við formann Hestamannafélagsins Mána, Gunnar Eyjólfsson. Hann staðfesti við Stundina að félagið hefði keypt hænsnaskít af Nesbú og að dreifing hans hafi átt sér stað ekki fyrir svo löngu síðan, fyrir mögulega viku eða tveim. Tilgangur dreifingarinnar var uppgræðsla á landsvæði í eigu hestamannafélagsins.

Bíða eftir rigningunni

„Þetta er ekki gert nema kannski einu sinni á ári, þegar það eru til peningar fyrir þessu. Þetta er náttúrulegasti áburður sem hægt er að finna og er rosalega góður til þess að græða upp móa og mela. Áburðurinn dugar í hátt í tvö ár og það er ekki hægt að neita því að það er lykt af honum. Skítnum rignir niður á einhverjum dögum og það er það sem okkur hefur vantað, það er að segja rigningin,“ segir Gunnar sem vonast til þess að lyktinni fari að linna og að hin kærkomna rigning fari að láta sjá sig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár