Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis

Doktorsnemi kvart­aði und­an mið­stöð fram­halds­náms vegna meints brots á stjórn­sýslu­lög­um.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis
Í framboði til rektors Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms, sem doktorsnemi kvarar undan til umboðsmanns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands formlega kvartað undan Miðstöð framhaldsnáms til umboðsmanns Alþingis. Neminn, sem hefur stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í um sex ára skeið, baðst undan því að ræða við Stundina um málið en staðfesti þó að hann hafi sent formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Að sögn heimildarmanns Stundarinnar sem þekkir vel til málsins undirbýr neminn nú enn fremur skaðabótamál gegn háskólanum.

Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og frambjóðandi í komandi rektorskosningum, fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms og er því ábyrgur gagnvart umboðsmanni Alþingis. Stundin hafði samband við embætti umboðsmanns Alþingis og fengust þar þau svör að embættið tjáði sig ekki um einstök mál fyrr en álit er birt.

Ekki náðist í Jón Atla við vinnslu fréttar. Hann er einn þriggja sem bjóða sig fram til rektor en rektorskjör fer fram 13. apríl næstkomandi. Hann hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms frá árinu 2009.
Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, hafði samband við Stundina eftir óskað var eftir viðbrögðum frá Jón Atla. Magnús sagði að ábyrgðin lægi frekar á hans herðum heldur en Jóns Atla þar sem hann sinnir daglegum rekstri Miðstöðvar framhaldsnáms. Hann sagðist þó ekkert geta tjáð sig um málið þar sem þeim hefur ekki borist neitt erindi frá umboðsmanni Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár