Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis

Doktorsnemi kvart­aði und­an mið­stöð fram­halds­náms vegna meints brots á stjórn­sýslu­lög­um.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis
Í framboði til rektors Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms, sem doktorsnemi kvarar undan til umboðsmanns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands formlega kvartað undan Miðstöð framhaldsnáms til umboðsmanns Alþingis. Neminn, sem hefur stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í um sex ára skeið, baðst undan því að ræða við Stundina um málið en staðfesti þó að hann hafi sent formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Að sögn heimildarmanns Stundarinnar sem þekkir vel til málsins undirbýr neminn nú enn fremur skaðabótamál gegn háskólanum.

Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og frambjóðandi í komandi rektorskosningum, fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms og er því ábyrgur gagnvart umboðsmanni Alþingis. Stundin hafði samband við embætti umboðsmanns Alþingis og fengust þar þau svör að embættið tjáði sig ekki um einstök mál fyrr en álit er birt.

Ekki náðist í Jón Atla við vinnslu fréttar. Hann er einn þriggja sem bjóða sig fram til rektor en rektorskjör fer fram 13. apríl næstkomandi. Hann hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms frá árinu 2009.
Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, hafði samband við Stundina eftir óskað var eftir viðbrögðum frá Jón Atla. Magnús sagði að ábyrgðin lægi frekar á hans herðum heldur en Jóns Atla þar sem hann sinnir daglegum rekstri Miðstöðvar framhaldsnáms. Hann sagðist þó ekkert geta tjáð sig um málið þar sem þeim hefur ekki borist neitt erindi frá umboðsmanni Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár