Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis

Doktorsnemi kvart­aði und­an mið­stöð fram­halds­náms vegna meints brots á stjórn­sýslu­lög­um.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis
Í framboði til rektors Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms, sem doktorsnemi kvarar undan til umboðsmanns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands formlega kvartað undan Miðstöð framhaldsnáms til umboðsmanns Alþingis. Neminn, sem hefur stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í um sex ára skeið, baðst undan því að ræða við Stundina um málið en staðfesti þó að hann hafi sent formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Að sögn heimildarmanns Stundarinnar sem þekkir vel til málsins undirbýr neminn nú enn fremur skaðabótamál gegn háskólanum.

Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og frambjóðandi í komandi rektorskosningum, fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms og er því ábyrgur gagnvart umboðsmanni Alþingis. Stundin hafði samband við embætti umboðsmanns Alþingis og fengust þar þau svör að embættið tjáði sig ekki um einstök mál fyrr en álit er birt.

Ekki náðist í Jón Atla við vinnslu fréttar. Hann er einn þriggja sem bjóða sig fram til rektor en rektorskjör fer fram 13. apríl næstkomandi. Hann hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms frá árinu 2009.
Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, hafði samband við Stundina eftir óskað var eftir viðbrögðum frá Jón Atla. Magnús sagði að ábyrgðin lægi frekar á hans herðum heldur en Jóns Atla þar sem hann sinnir daglegum rekstri Miðstöðvar framhaldsnáms. Hann sagðist þó ekkert geta tjáð sig um málið þar sem þeim hefur ekki borist neitt erindi frá umboðsmanni Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár