Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis

Doktorsnemi kvart­aði und­an mið­stöð fram­halds­náms vegna meints brots á stjórn­sýslu­lög­um.

Doktorsnemi kvartar til umboðsmanns Alþingis
Í framboði til rektors Jón Atli Benediktsson aðstoðarrektor fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms, sem doktorsnemi kvarar undan til umboðsmanns.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands formlega kvartað undan Miðstöð framhaldsnáms til umboðsmanns Alþingis. Neminn, sem hefur stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í um sex ára skeið, baðst undan því að ræða við Stundina um málið en staðfesti þó að hann hafi sent formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Að sögn heimildarmanns Stundarinnar sem þekkir vel til málsins undirbýr neminn nú enn fremur skaðabótamál gegn háskólanum.

Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor og frambjóðandi í komandi rektorskosningum, fer fyrir Miðstöð framhaldsnáms og er því ábyrgur gagnvart umboðsmanni Alþingis. Stundin hafði samband við embætti umboðsmanns Alþingis og fengust þar þau svör að embættið tjáði sig ekki um einstök mál fyrr en álit er birt.

Ekki náðist í Jón Atla við vinnslu fréttar. Hann er einn þriggja sem bjóða sig fram til rektor en rektorskjör fer fram 13. apríl næstkomandi. Hann hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar framhaldsnáms frá árinu 2009.
Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, hafði samband við Stundina eftir óskað var eftir viðbrögðum frá Jón Atla. Magnús sagði að ábyrgðin lægi frekar á hans herðum heldur en Jóns Atla þar sem hann sinnir daglegum rekstri Miðstöðvar framhaldsnáms. Hann sagðist þó ekkert geta tjáð sig um málið þar sem þeim hefur ekki borist neitt erindi frá umboðsmanni Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár