Davíð Oddsson, sem býður sig fram til forseta Íslands, telur ósanngjarnt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi hrökklast úr embætti forsætisráðherra í kjölfar uppljóstrana úr Panama-skjölunum og viðtalsins fræga við sænska ríkissjónvarpið.
Þetta kom fram í viðtali við Davíð á Bylgjunni þar sem hann tilkynnti um framboð sitt. Sagðist Davíð telja atburðarásina í kjölfar fréttaflutnings af aflandsfélögum hafa verið of hraða. „Þetta var mikill gauragangur, og ég er reyndar þeirrar skoðunar að það hefði verið betra að fara ekki svona hratt að því leytinu til að nú geta menn velt fyrir sér, miðað við allt sem hefur gerst, af hverju á forsætisráðherrann íslenski að vera sá eini sem hefur hrökklast frá af forsætisráðherrum?“
Athugasemdir