Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Byltingakenndur ferðaklúbbur á Íslandi úrskurðaður pýramídasvindl

Norsk yf­ir­völd hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að World­Vent­ur­es sé pýra­mída­s­vindl. Sölu­að­ili þess á Ís­landi seg­ir að sér sé „skít­sama“ um nið­ur­stöðu norskra yf­ir­valda.

Byltingakenndur ferðaklúbbur á Íslandi úrskurðaður pýramídasvindl
WorldVentures Glaður hópur í ferðalagi á vegum fyrirtækisins.

Síðastliðinn laugardag birtist viðtal við Guðmund Kristjánsson á Fréttaneti Ellý Ármanns. Inntak viðtalsins var ótrúlegur ferðaklúbbur að nafni WorldVentures sem gerir viðkomandi kleift að „að ferðast saman um heiminn og það á glæsilegum hótelum en ódýrt“. Það fylgir hins vegar ekki fréttinni að norsk yfirvöld hafa úrskurðað WorldVentures sem ólöglegt pýramídasvindl. Stundin ræddi við Guðmund sem sagði sér vera „skítsama“ um niðurstöðu norskra yfirvalda. Hann þvertekur fyrir að um sé að ræða pýramídasvindl. Ekki náðist í Ellý Ármannsdóttur við vinnslu fréttar.

Norsk yfirvöld banna starfsemina

Þann 7. maí í fyrra komst norska happdrættisfyrirtækjaeftirlitið (n. Lotteri- og stiftelsestilsynet) að þeirri niðurstöðu að WorldVentures væri ólöglegt fyrirtæki, þar sem um væri að ræða pýramídasvindl. Samkvæmt úrskurði stofnunarinnar var ástæðan fyrir þessu að meirihluti tekna byggir á fjölgun meðlima en ekki sölu á einhvers konar vöru. Í Noregi eru pýramídasvindl ólögleg og er einn helsti mælikvarði eftirlitsstofnunarinnar þarlendis hversu hátt hlutfall tekna séu gjöld nýrra meðlima á móti sölu á raunverulegri vöru. WorldVentures kolféll á því prófi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár