Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Byltingakenndur ferðaklúbbur á Íslandi úrskurðaður pýramídasvindl

Norsk yf­ir­völd hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að World­Vent­ur­es sé pýra­mída­s­vindl. Sölu­að­ili þess á Ís­landi seg­ir að sér sé „skít­sama“ um nið­ur­stöðu norskra yf­ir­valda.

Byltingakenndur ferðaklúbbur á Íslandi úrskurðaður pýramídasvindl
WorldVentures Glaður hópur í ferðalagi á vegum fyrirtækisins.

Síðastliðinn laugardag birtist viðtal við Guðmund Kristjánsson á Fréttaneti Ellý Ármanns. Inntak viðtalsins var ótrúlegur ferðaklúbbur að nafni WorldVentures sem gerir viðkomandi kleift að „að ferðast saman um heiminn og það á glæsilegum hótelum en ódýrt“. Það fylgir hins vegar ekki fréttinni að norsk yfirvöld hafa úrskurðað WorldVentures sem ólöglegt pýramídasvindl. Stundin ræddi við Guðmund sem sagði sér vera „skítsama“ um niðurstöðu norskra yfirvalda. Hann þvertekur fyrir að um sé að ræða pýramídasvindl. Ekki náðist í Ellý Ármannsdóttur við vinnslu fréttar.

Norsk yfirvöld banna starfsemina

Þann 7. maí í fyrra komst norska happdrættisfyrirtækjaeftirlitið (n. Lotteri- og stiftelsestilsynet) að þeirri niðurstöðu að WorldVentures væri ólöglegt fyrirtæki, þar sem um væri að ræða pýramídasvindl. Samkvæmt úrskurði stofnunarinnar var ástæðan fyrir þessu að meirihluti tekna byggir á fjölgun meðlima en ekki sölu á einhvers konar vöru. Í Noregi eru pýramídasvindl ólögleg og er einn helsti mælikvarði eftirlitsstofnunarinnar þarlendis hversu hátt hlutfall tekna séu gjöld nýrra meðlima á móti sölu á raunverulegri vöru. WorldVentures kolféll á því prófi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár