Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Eft­ir fimm ára há­skóla­nám geta grunn­skóla- og leik­skóla­kenn­ar­ar ekki lif­að eft­ir hefð­bund­um fram­færslu­við­mið­um ís­lenskra heim­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Stund­ar­inn­ar þurfa kenn­ar­ar, eft­ir fimm ára há­skóla­nám, að lifa eft­ir lág­marks­við­mið­um til að ná end­um sam­an.

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum
Leikskólakennarar Lifa við lágmarksframfærslu eftir fimm ára háskólanám. Mynd: Kristinn Magnússon

Grunnskóla- og leikskólakennarar á Íslandi geta ekki lifað „dæmigerðu lífi“ af launum sínum samkvæmt framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu. Hjón sem starfa sem kennarar á grunnlaunum vantar rúmlega 81 þúsund krónur á mánuði til að geta náð upp í „dæmigerð neysluviðmið“ velferðarráðuneytisins, sem eiga að endurspegla hefðbundin heimili, hvorki lágmarks- né lúxusneyslu. Þannig geta koma kennarahjónin sér í 974 þúsund króna skuld á einu ári við það að reyna að lifa dæmigerðu lífi.

Að loknu fimm ára háskólanámi lifa kennarar á Íslandi við kröpp kjör á formlega mælikvarða. Í takt við það hefur aðsókn í leikskólakennara- og grunnskólakennaranám minnkað á seinustu árum. Varað hefur verið við skorti á kennurum á Íslandi, en í kringum helmingur menntaðra kennara og rúmur helmingur menntaðra leikskólakennara vinna við það sem þeir eru menntaðir til.

Barnafjölskylda býr við kröpp kjör

Tökum dæmi um barnafjölskyldu, þar sem foreldrarnir eru á kennaralaunum. Þau eiga tvö börn, annað er í leikskóla og hitt í grunnskóla. Í grunnskólanum fær barnið heitan mat í hádeginu og fer í frístundavistun eftir skóla á meðan foreldrarnir klára að vinna. Segjum sem svo að foreldrarnir hafi tekið námslán á meðan námi stóð, eins og gengur og gerist, enda luku þau bæði fimm ára háskólanámi. Miðum við að húsnæðiskostnaður þeirra sé 200 þúsund á mánuði með leigu, rafamagni og hita. Sú upphæð gæti þó verið töluvert hærri miðað við algengt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er til dæmis engin þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu til leigu á leiguvef Morgunblaðsins undir 200 þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt útreikningum yrðu útgjöld fjölskyldunnar 761 þúsund krónur á mánuði byggt á dæmigerðu framfærsluviðmiði. Ef foreldrarnir eru á grunnlaunum og hafa engar umframtekjur, svo sem vegna aukavinnu eða yfirvinnu, eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 680 þúsund á mánuði. Útgjöld fjölskyldunnar væru um 81 þúsund krónum hærri en tekjur heimilisins. Inni í þeim tölum er ekki reiknað með tilfallandi umframneyslu, svo sem ferðalögum á sumrin eða ef slys myndi henda einhvern fjölskyldumeðlim. Fjölskyldan getur því ekki lifað samkvæmt viðmiðum velferðarráðuneytisins um dæmigerða framfærslu íslenskra heimila. 

Hafi kennari starfað í tíu ár eða meira fara dagvinnulaun hans hins vegar úr rúmlega 465 þúsund krónum í 516 þúsund krónur á mánuði. Þá ber að geta þess að kennarar hljóta um 80 þúsund króna eingreiðslu undir lok hverrar annar. Viðkomandi hjón fengju 17.485 krónur í barnabætur ársfjórðungslega hvort. Barnabætur hefðu orðið 450 þúsund krónur á ári, ef ekki væri fyrir skerðingu vegna tekna.

Mánaðarlaun
barnafjölskyldunnar
  Mánaðarleg
neysla barna-
fjölskyldunnar
Dæmigerð-
framfærslu-
viðmið
Grunn-
framfærslu-
viðmið
Laun 930.308 kr. Neysluvörur,
þjónusta og tómstundir
386.87 kr.  278.204 kr.
Skattar og launatengd gjöld 261.308 kr. Afborganir námslána 33.112 kr.  33.112 kr.

Aðrar tekjur,
s.s. fjármagnstekjur

0 kr. Samgöngur 141.874 kr.  45.200 kr.
Barnabætur  11.656 Húsnæðiskostnaður 200.000 kr.  200.000 kr.
Ráðstöfunartekjur 680.656 kr. Heildarneysla 761.833 kr. 556.516 kr.
Niðurstaða     - 81.177 kr. 124.140 kr.

Lifa á lágmarksneyslu

Barnafjölskyldan þarf því að lifa eftir grunnframfærslu sem samkvæmt velferðarráðuneytinu „gefur vísbendingar um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér“, sem þýðir að hún nær að viðhalda lífi sínu, neyta matar, sækja lágmarksþjónustu og svo framvegis, að því gefnu að ekkert komi upp.

Ef fjölskyldan lifir samkvæmt lágmarksviðmiðum framfærslu sitja rúmlega 124 þúsund krónur eftir á mánuði fyrir umframneyslu eða sparnað. Miðað er við að fjölskyldan sé bíllaus og eyði 278 þúsund krónum á mánuði í mat, þjónustu, tómstundir og aðrar neysluvörur. Á Íslandi getur því fjölskylda sem hefur tvo háskólamenntaða foreldra þurft að lifa eftir viðmiðum um lágmarksframfærslu á mánuði.

Kennari sem er barnlaus og býr einn á höfuðborgarsvæðinu glímir við sama vandamál og barnafjölskyldan. Ef miðað er við að sá einstaklingur greiði einnig af námslánum en borgi 110 þúsund krónur í leigu á mánuði, sem telst vel sloppið, eru útgjöld hans tæplega 15 þúsund umfram ráðstöfunartekjur. Ef kennarinn lifir samkvæmt lágmarksframfærslu hefur hann tekjur upp á tæplega 111 þúsund krónur á mánuði umfram neyslu. Kennarinn sem býr einn getur því ekki lifað eftir dæmigerðum framfærslviðmiðum heimilanna og lendir mánaðarlega í tæplega 15 þúsund króna mínus reyni hann það. Ef hann lætur sér nægja að búa í einu herbergi getur hann hins vegar lifað dæmigerðu lífi að öðru leyti, samkvæmt neysluviðmiðum. Ljóst er hins vegar að hann mun ekki komast inn á fasteignamarkað auðveldlega. 

Útborgun af 30 milljóna króna íbúð hefur hækkað um 720 þúsund krónur á síðustu 12 mánuðum vegna hækkunar fasteignaverðs. Verð íbúðarinnar hefur hækkað úr 30 milljónum króna í 34,8 milljónir króna á 12 mánuðum og útborgunin úr 4,5 milljónum króna í ríflega 5,2 milljónir króna. Það þýðir að fólk, sem safnar fyrir útborgun í íbúð, þarf að safna 60 þúsund krónum aukalega á mánuði bara til að halda í við hækkun fasteignaverðs.

Mánaðarlaun
einstaklingsins
  Mánaðarleg
neysla hans
Dæmigerð-
framfærslu-
viðmið
Grunn-
framfærslu-
viðmið
Laun 465.154 kr. Neysluvörur,
þjónusta og tómstundir
137.038 kr.  85.571 kr.
Skattar og launatengd gjöld 130.654 kr. Afborganir námslána 16.556 kr. 16.556 kr.
Aðrar tekjur,
s.s. fjármagnstekjur
0 kr. Samgöngur 85.725 kr.  11.300 kr.
    Húsnæðiskostnaður 110.000 kr.  110.000 kr.
Ráðstöfunartekjur  334.500 kr.  Heildarneysla  349.319 kr. 223.427 kr.
Tekjur - neysla     -14.819 kr. 111.073 kr.

 

Borgar kennaramenntun sig?

Í báðum dæmunum er miðað við grunnlaun grunnskóla- og leikskólakennara með meistaragráðu samkvæmt kjarasamningum. Launabil innan stéttarinnar er vissulega breiðara og hækka launin með starfsaldri og stöðu. Til dæmis hefur deildarstjóri í leikskóla 14 þúsund krónum meira en hefðbundinn leikskólakennari í ráðstöfunartekjur á mánuði. Ljóst er þó að kennarar geta þurft að lifa við kröpp kjör ef þeir hafa engar umframtekjur, svo sem vegna aukavinnu, yfirvinnu eða tekjur maka.

Ávinningur háskólanáms í kennarastétt er ekki mikill á Íslandi og hafa afleiðingarnar þegar sýnt sig. Í febrúar skoraði Ríkisendurskoðun á stjórnvöld að grípa til aðgerða því yfirvofandi skortur væri í starfsgreinunum. Þar kom fram að talið sé að um 60% menntaðra leikskólakennara starfi í leikskólum landsins og um helmingur menntaðra grunnskólakennara starfi í grunnskólum. Auk þess hefur aðsókn í háskólanám í greinunum farið minnkandi eftir að námið var lengt úr þremur árum í fimm ár, árið 2009. Samkvæmt spám Ríkisendurskoðunar munu afleiðinarnar verða meiri og kennaraskortur aukast enn meira á næstu árum.

Nær ekki að leigja á kennaralaunum

Í forsíðuumfjöllun Stundarinnar um húsnæðismarkaðinn og stöðu ungs fólks í síðasta mánuði var rætt við kennara, sem verður að búa í kjallara foreldra sinna vegna þess að kennaralaunin nægja henni ekki fyrir hennar eigin heimili. 

Hrafnhildur Þórólfsdóttir er 36 ára gömul og finnur ekki leiðina til að eignast heimmili. 

Kennari kemst ekki að heimanHrafnhildur Þórólfsdóttir starfar sem kennari og þarf að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum til að ná endum saman.

„Auðvitað fíla ég mig svolítið eins og ég sé eilífðarunglingur. Ég er 36 ára og bý heima hjá mömmu og pabba,“ segir hún. 

Hrafnhildur segist hafa upplifað skömm vegna ástandsins. Afleiðingarnar af þessari skömm eru meðal annars þær að hún býður fólki mjög sjaldan í heimsókn, en einnig hefur hún látið það vera að segja 11 ára nemendum sínum frá þessu fyrirkomulagi. „Ég er ekkert að segja þeim frá því að ég bý heima hjá foreldrum mínum.“ 

Rétt áður en blaðamaður ræddi við Hrafnhildi var hún á kaffistofunni að fletta fasteignablaði og hlógu þá samstarfsmenn hennar að henni. „Það var hlegið að mér, að ég væri að skoða íbúðir. Ég benti þeim þá á að ég væri einmitt að skoða eina 50 fermetra á 30 milljónir og þá hlógum við bara að þessu ástandi saman.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár