Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brynjar: Fólk sem á bíl getur ekki verið fátækt

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bland­ar sér í um­ræð­una um vegtolla og seg­ir að fólk sem keyr­ir um á bíl geti ekki tal­ist fá­tækt.

Brynjar: Fólk sem á bíl getur ekki verið fátækt

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að eigendur bifreiða geti ekki talist fátækir. 

Þetta kemur fram í umræðum sem Brynjar tekur þátt í á Facebook, en tilefnið er gagnrýni Sigurðar Hólm Gunnarssonar, iðjuþjálfa og forstöðumanns á skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík, á áform samgönguráðherra um að leggja vegtolla á ökumenn. „Þegar samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins leggur til skattahækkun á landsmenn (sem hann kallar vegatolla) er það auðvitað FLATUR skattur. Skattur sem leggst jafnt á ríka sem fátæka,“ skrifar Sigurður. 

Brynjar bregst við með þeim orðum að fátækir geti hvorki átt bíl né rekið. „Þú ert ekki fátækur ef þú átt bíl og getur rekið hann,“ skrifar Brynjar og segir málið snúast um skilgreiningu á fátækt. „Ríkur maður getur ákveðið að eiga ekki bíl. En sá sem ákveður að eyða fé sínu í bíl getur ekki talist fátækur.“ 

Athygli vakti í fyrra þegar Brynjar hæddist að hugmyndum um að tannlækningar og sálfræðiþjónusta yrði aðgengileg öllum landsmönnum óháð efnahag. Sagði Brynjar að Píratar vildu að iðjuleysingjar gætu „setið heima við tölvuna á borgaralaunum, legið í sófanum hjá sálfræðingum daginn út og inn og látið hvítta tennurnar, allt í boði skattgreiðenda“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár