Þegar byltingarmenn í París yfirveguðu hvort rétta ætti yfir Loðvíki XVI, steyptum kóngi Frakklands, steig í pontu vinasnauður bindindismaður, Maximilien Robespierre. Honum var ekki skemmt. „Kóngur sem settur hefur verið af er aðeins til tveggja hluta nýtur,“ lýsti hann yfir lágum rómi: Að rústa frið og frelsi, eða koma þeim á fót. „Loðvík verður að deyja, svo landið lifi,“ útskýrði hann. Réttarhöld væru afleit hugmynd, því „það myndi jafngilda því að draga byltinguna fyrir dóm“.
Fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn, í úldnu hræi byltingarinnar í Egyptalandi, mátti heyra veikt bergmál þessara orða. Hosni Mubarak, fyrrverandi einræðisherra til þriggja áratuga, var rúllað á sjúkrabörum til æðsta áfrýjunardómstóls landsins.
Þar var hann sýknaður af að hafa fyrirskipað fjöldamorð á mótmælendum í byltingunni 2011 og var þar með laus allra mála. Flestir kónar hans hafa verið sýknaðir sömuleiðis. Byltingaleiðtogarnir dúsa hins vegar bak við lás og slá. Sextíu þúsund pólitískir fangar sitja nú í …
Athugasemdir