Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Borginni óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi

Í inn­kauparegl­um Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að óheim­ilt sé að gera samn­ing við þá sem hafa ver­ið sak­felld­ir fyr­ir spill­ingu, svik­semi, pen­inga­þvætti eða þátt­töku í skipu­lagri brot­a­starf­semi. Borg­in samdi við fé­lag í eigu Ól­afs Ólafs­son­ar um upp­bygg­ingu 332 íbúða í Voga­byggð fyrr í mán­uð­in­um. Ólaf­ur fékk fjög­urra og hálfs árs fang­els­ins­dóm fyr­ir hlut­deild sína í Al Thani-mál­inu. Í svari borg­ar­lög­manns kem­ur fram að samn­ing­ur­inn flokk­ist ekki sem inn­kaup.

Borginni óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi
Ólafur Ólafsson Félag í eigu Ólafs samdi nýlega við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða í Vogabyggð, þrátt fyrir að borginni sé óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi. Ólafur var dæmdur fyrir hlutdeild í Al-Thani málinu, sem snérist um umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Reykjavíkurborg er óheimilt að gera samning við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulegri brotastarfsemi. Þetta kemur fram í innkaupareglum borgarinnar, en Jenný Stefanía Jensdóttir, formaður Gagnsæis, samtökum gegn spillingu, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær. 

Festir ehf., félag í eigu Ólafs Ólafssonar athafnamanns, undirritaði þann 13. mars síðastliðinn samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða á Gelgjutanga. Ólafur var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í Al-Thani-málinu svokallaða. Málið snerist um kaup félags í eigu sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani frá Katar á rúmlega fimm próstent hlut í Kaupþingi banka árið 2008, en í ljós hefur komið að Al-Thani lagði bankanum ekki til nýtt fé með kaupunum heldur voru þau fjármögnum með lánum frá bankanum sjálfum sem veitt voru í gegnum aflandsfélög. 

Ný rannsóknarskýrsla leiddi í ljós að svipuðum aðferðum var beitt við kaup Ólafs og félaga á Búnaðarbankanum árið 2003 þegar látið var líta út fyrir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri aðili að kaupunum. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum, meðal annars frá Kaupþingi hf., inn á bankareikning Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser, var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti í Búnaðarbankanum. 

Reykjavíkurborg yrði skaðabótaskyld

Vogabyggð
Vogabyggð Vogabyggð austan Sæbrautar verður breytt í íbúða- og atvinnusvæði. Svæðið er í dag eingöngu atvinnusvæði en eftir breytingar verður fjórðungur húsnæðis ætlaður atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu eftir breytingar.

Þrátt fyrir áðurnefnt ákvæði í innkaupareglum borgarinnar segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, að eignarhald fyrirtækja sem borgin íhugar að semja við sé ekki rætt sérstaklega og því hafi fortíð Ólafs ekki komið til tals í þessu tilfelli. „Undirrituðum var ljóst hver var meirihlutaeigandi félagsins. Það er hins vegar ekki gerð sérstök grein fyrir eignarhaldi þegar samningar eru lagðir fyrir borgarráð af hálfu skrifstofunnar,“ sagði Hrólfur í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans fyrr í mánuðinum

Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir í samtali við RÚV í dag að Reykjavíkurborg yrði skaðabótaskyld ákveði borgaryfirvöld að rifta samningi við félag Ólafs. Slík ákvörðun myndi auk þess tefja eða eyðileggja verkefnið. 

Byggingareiturinn gengur undir heitinu Vogabyggð og er áformað að uppbygging hefjist á fyrri hluta árs 2018 og að í heild sinni verði allt að 1.300 íbúðir í hverfinu. Reykjavíkurborg og lóðahafar munu standa sameiginlega að uppbyggingu svæðisins. Þess má geta að Festir átti fyrir allar byggingarnar á Gelgjutanga, sem liggur að athafnasvæði Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, og mun félagið rífa þessar fasteignir til að byggja íbúðirnar.

Stundin hefur sent fyrirspurn á borgarlögmann Reykjavíkur vegna málsins. Svar borgarlögmanns var að viðkomandi viðskipti teldust ekki „innkaup“ í skilningi reglnanna.

„Innkaupareglur Reykjavíkurborgar gilda um innkaup, þ.e. um kaup á þjónustu, vörum og verklegum framkvæmdum, sbr. 4. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Umræddur samningur, sem varðar skipulag, uppbyggingu og þróun á þar til greindu svæði í borgarlandinu, fellur ekki undir innkaupareglur Reykjavíkurborgar þar sem hann varðar ekki innkaup í skilningi innkaupareglnanna. Af því leiðir að ákvæði 28. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar gildir ekki um samninginn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár