Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Oft hálfgerð plága“

Al­þjóð­leg­ir mótor­hjóla­klúbb­ar geta fært af­brot ungs fólks á hærra stig og fram­lengt brota­fer­il­inn.

„Oft hálfgerð plága“
Plága í samfélaginu Helgi segir að reynsla af þessum útlagaklúbbum erlendis sé sú að þeir geti reynst hálfgerð plága.

Stundin hefur að undanförnu fjallað um sókn íslenskra vélhjólaklúbba og tengsl þeirra við alþjóðleg glæpasamtök. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar það kemur að skipulögðum glæpasamtökum og íslenskum vélhjólaklúbbum sem þeim tengjast. Hann segir það brýna spurningu hvað yfirvöld eigi að gera í  málum þessara klúbba.

„Yfirvöld hafa sjálf tekið þann pól í hæðina að best sé að kæfa samtök af þessu tagi strax í fæðingu. Sem hefur þýtt að stundum hafa aðgerðirnar verið á grensunni að standa lög og friðhelgi einkalífs. Og klúbbarnir ekki náð að festa rætur sem er jákvætt fyrir samfélagið eins og reynslan af þessum klúbbum erlendis sýnir, einkum og sér í lagi útlagaklúbbanna og eins prósents-gengjanna svokölluðu, sem eru oft hálfgerð plága,“ segir Helgi.

„Ég þekki til dæmis dæmi frá Noregi þar sem klúbbar hafa komið sér fyrir í hverfum borga og nágrannar kvarta og óttast þá og eignir falla í verði. Gengjastríðin í Danmörku eru síðan alræmd og borgarar lent á milli og skaðast. Við viljum ekki sjá ófögnuð af þessu tagi í umhverfi okkar hér á landi,“ segir Helgi, sem áréttar þó að stjórnvöld verði að fylgja almennum lögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár