Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Oft hálfgerð plága“

Al­þjóð­leg­ir mótor­hjóla­klúbb­ar geta fært af­brot ungs fólks á hærra stig og fram­lengt brota­fer­il­inn.

„Oft hálfgerð plága“
Plága í samfélaginu Helgi segir að reynsla af þessum útlagaklúbbum erlendis sé sú að þeir geti reynst hálfgerð plága.

Stundin hefur að undanförnu fjallað um sókn íslenskra vélhjólaklúbba og tengsl þeirra við alþjóðleg glæpasamtök. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar það kemur að skipulögðum glæpasamtökum og íslenskum vélhjólaklúbbum sem þeim tengjast. Hann segir það brýna spurningu hvað yfirvöld eigi að gera í  málum þessara klúbba.

„Yfirvöld hafa sjálf tekið þann pól í hæðina að best sé að kæfa samtök af þessu tagi strax í fæðingu. Sem hefur þýtt að stundum hafa aðgerðirnar verið á grensunni að standa lög og friðhelgi einkalífs. Og klúbbarnir ekki náð að festa rætur sem er jákvætt fyrir samfélagið eins og reynslan af þessum klúbbum erlendis sýnir, einkum og sér í lagi útlagaklúbbanna og eins prósents-gengjanna svokölluðu, sem eru oft hálfgerð plága,“ segir Helgi.

„Ég þekki til dæmis dæmi frá Noregi þar sem klúbbar hafa komið sér fyrir í hverfum borga og nágrannar kvarta og óttast þá og eignir falla í verði. Gengjastríðin í Danmörku eru síðan alræmd og borgarar lent á milli og skaðast. Við viljum ekki sjá ófögnuð af þessu tagi í umhverfi okkar hér á landi,“ segir Helgi, sem áréttar þó að stjórnvöld verði að fylgja almennum lögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár