Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Oft hálfgerð plága“

Al­þjóð­leg­ir mótor­hjóla­klúbb­ar geta fært af­brot ungs fólks á hærra stig og fram­lengt brota­fer­il­inn.

„Oft hálfgerð plága“
Plága í samfélaginu Helgi segir að reynsla af þessum útlagaklúbbum erlendis sé sú að þeir geti reynst hálfgerð plága.

Stundin hefur að undanförnu fjallað um sókn íslenskra vélhjólaklúbba og tengsl þeirra við alþjóðleg glæpasamtök. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar það kemur að skipulögðum glæpasamtökum og íslenskum vélhjólaklúbbum sem þeim tengjast. Hann segir það brýna spurningu hvað yfirvöld eigi að gera í  málum þessara klúbba.

„Yfirvöld hafa sjálf tekið þann pól í hæðina að best sé að kæfa samtök af þessu tagi strax í fæðingu. Sem hefur þýtt að stundum hafa aðgerðirnar verið á grensunni að standa lög og friðhelgi einkalífs. Og klúbbarnir ekki náð að festa rætur sem er jákvætt fyrir samfélagið eins og reynslan af þessum klúbbum erlendis sýnir, einkum og sér í lagi útlagaklúbbanna og eins prósents-gengjanna svokölluðu, sem eru oft hálfgerð plága,“ segir Helgi.

„Ég þekki til dæmis dæmi frá Noregi þar sem klúbbar hafa komið sér fyrir í hverfum borga og nágrannar kvarta og óttast þá og eignir falla í verði. Gengjastríðin í Danmörku eru síðan alræmd og borgarar lent á milli og skaðast. Við viljum ekki sjá ófögnuð af þessu tagi í umhverfi okkar hér á landi,“ segir Helgi, sem áréttar þó að stjórnvöld verði að fylgja almennum lögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár