Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Oft hálfgerð plága“

Al­þjóð­leg­ir mótor­hjóla­klúbb­ar geta fært af­brot ungs fólks á hærra stig og fram­lengt brota­fer­il­inn.

„Oft hálfgerð plága“
Plága í samfélaginu Helgi segir að reynsla af þessum útlagaklúbbum erlendis sé sú að þeir geti reynst hálfgerð plága.

Stundin hefur að undanförnu fjallað um sókn íslenskra vélhjólaklúbba og tengsl þeirra við alþjóðleg glæpasamtök. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar það kemur að skipulögðum glæpasamtökum og íslenskum vélhjólaklúbbum sem þeim tengjast. Hann segir það brýna spurningu hvað yfirvöld eigi að gera í  málum þessara klúbba.

„Yfirvöld hafa sjálf tekið þann pól í hæðina að best sé að kæfa samtök af þessu tagi strax í fæðingu. Sem hefur þýtt að stundum hafa aðgerðirnar verið á grensunni að standa lög og friðhelgi einkalífs. Og klúbbarnir ekki náð að festa rætur sem er jákvætt fyrir samfélagið eins og reynslan af þessum klúbbum erlendis sýnir, einkum og sér í lagi útlagaklúbbanna og eins prósents-gengjanna svokölluðu, sem eru oft hálfgerð plága,“ segir Helgi.

„Ég þekki til dæmis dæmi frá Noregi þar sem klúbbar hafa komið sér fyrir í hverfum borga og nágrannar kvarta og óttast þá og eignir falla í verði. Gengjastríðin í Danmörku eru síðan alræmd og borgarar lent á milli og skaðast. Við viljum ekki sjá ófögnuð af þessu tagi í umhverfi okkar hér á landi,“ segir Helgi, sem áréttar þó að stjórnvöld verði að fylgja almennum lögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár