Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Borgar meðlag þrátt fyrir jafna búsetu barns

Frá­skil­inn fað­ir bend­ir á fjár­hags­leg­an ójöfn­uð for­sjár­að­ila með sam­eig­in­lega for­sjá og jafna bú­setu. Ann­ar að­il­inn fær fjár­stuðn­ing og hinn greið­ir með­lag. Með­lags­greiðsl­urn­ar hafa síð­an áhrif á lán­veit­ing­ar LÍN.

Borgar meðlag þrátt fyrir jafna búsetu barns
Ójafn réttur foreldra Faðir barns segir að mörg hundruð þúsund krónur renni til lögheimilisaðila, á meðan hann fær ekkert, þótt barnið sé jafn mikið hjá báðum foreldrum. Mynd: Shutterstock

Lögheimili barns hefur áhrif á fjárhagsstöðu forsjáraðila, jafnvel þótt foreldrar barnsins deili forræði og séu með jafna búsetu. Þannig þarf karlmaður sem Stundin ræddi við, og sem deilir forræðinu með fyrrverandi konu sinni og er með barnið aðra hverju viku, að greiða henni meðlag því lögheimili barnsins er skráð hjá henni. Konan fær auk þess margvíslegan fjárhagslegan stuðning sem stendur honum ekki til boða, svo sem barnabætur, hærri húsaleigubætur og lægri leikskólagjöld, svo dæmi séu tekin. Þar sem foreldrarnir búa í sitthvoru sveitarfélaginu er barnið í tveimur leikskólum, þar sem faðirinn taldi það koma betur út fyrir sig og barnið en að keyra daglega langa leið í leikskólann. Fyrir það greiðir hann fullt gjald, en hún fær afslátt af leikskólagjöldum. Hann bendir þó að það sé hans val, en annað sé það ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár