Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Borgar meðlag þrátt fyrir jafna búsetu barns

Frá­skil­inn fað­ir bend­ir á fjár­hags­leg­an ójöfn­uð for­sjár­að­ila með sam­eig­in­lega for­sjá og jafna bú­setu. Ann­ar að­il­inn fær fjár­stuðn­ing og hinn greið­ir með­lag. Með­lags­greiðsl­urn­ar hafa síð­an áhrif á lán­veit­ing­ar LÍN.

Borgar meðlag þrátt fyrir jafna búsetu barns
Ójafn réttur foreldra Faðir barns segir að mörg hundruð þúsund krónur renni til lögheimilisaðila, á meðan hann fær ekkert, þótt barnið sé jafn mikið hjá báðum foreldrum. Mynd: Shutterstock

Lögheimili barns hefur áhrif á fjárhagsstöðu forsjáraðila, jafnvel þótt foreldrar barnsins deili forræði og séu með jafna búsetu. Þannig þarf karlmaður sem Stundin ræddi við, og sem deilir forræðinu með fyrrverandi konu sinni og er með barnið aðra hverju viku, að greiða henni meðlag því lögheimili barnsins er skráð hjá henni. Konan fær auk þess margvíslegan fjárhagslegan stuðning sem stendur honum ekki til boða, svo sem barnabætur, hærri húsaleigubætur og lægri leikskólagjöld, svo dæmi séu tekin. Þar sem foreldrarnir búa í sitthvoru sveitarfélaginu er barnið í tveimur leikskólum, þar sem faðirinn taldi það koma betur út fyrir sig og barnið en að keyra daglega langa leið í leikskólann. Fyrir það greiðir hann fullt gjald, en hún fær afslátt af leikskólagjöldum. Hann bendir þó að það sé hans val, en annað sé það ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár