Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

„Er þessi hóp­ur að­al­lega að út­húða múslim­um? Er ekk­ert mál­efna­legt eða upp­byggi­legt í gangi hérna? Kær kveðja, ís­lenski mús­lím­inn,“ skrif­ar Nadía Tamimi í nýrri færslu á Pírata­spjall­inu. Hún seg­ir for­dóma dag­legt brauð og að ís­lensk­ir múslim­ar séu gjarna kennd­ir við hryðju­verka­menn.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

Nadíu Tamimi var brugðið þegar hún fór á Pírataspjallið í morgun. Ég ætlaði að sýna stuðning við Pírata og ætlaði að taka þátt í þeim umræðum en mætti áróðri og rasisma og ógeði. Ég var dálítið hissa og setti inn status. Fólk er að útskýra fyrir mér að þessi leiðindi séu nýtilkomin þannig að ég ætla aðeins að staldra við og sjá hvert stefnir, segir Nadía en statusinn var svohljóðandi:

Ákvað að kíkja hér inn og taka þátt og sýna stuðning við Pírata. Er bara búin að vera í nokkrar mínútur í þessum hópi, rétt rúlla yfir síðuna og commentin og hreinlega blöskrar … Er þessi hópur aðallega að úthúða múslimum? Er ekkert málefnalegt eða uppbyggilegt í gangi hérna? Kær kveðja, íslenski múslíminn.

„Við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn“

Hún segir að þetta hafi verið leiðinleg upplifun því hún hafi komið þarna inn í góðri trú. Það breytir því ekki að hún er enn staðráðin í að kjósa Pírata í næstu kosningum. Þetta fær mig ekki til þess að skipta um skoðun. Ég er ákveðin í að kjósa þá. Ég veit að Píratar standa ekki fyrir þessu, eða ég trúi því ekki og því var leiðinlegt að sjá þetta taka yfir spjallið.

Pírataspjallið er hópur á Facebook sem er öllum opinn og þar geta allir tjáð sig. Nadía segist hafa áhyggjur af vaxandi rasisma hér á landi. Þetta hefur verið vandamál hér á landi. Sérstaklega eftir fréttir gærdagsins og alltaf þegar það koma upp svona ljótar uppákomur þá er ráðist á múslima almennt, sama hversu vondir eða saklausir þeir eru. Það eru allir settir undir sama hatt og við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn. Þetta er orðið þreytt en ég er orðin ýmsu vön og hætt að taka þetta alveg inn á mig, en það er sárt að horfa upp á þetta.

Nadía hefur fengið að finna fyrir því á eigin skinni að hún sé múslimi á Íslandi. Hún hefur fengið haturspósta og mætt fordómum. Það er bara orðinn partur af okkar daglega lífi á Íslandi í dag. Því miður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár