Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

„Er þessi hóp­ur að­al­lega að út­húða múslim­um? Er ekk­ert mál­efna­legt eða upp­byggi­legt í gangi hérna? Kær kveðja, ís­lenski mús­lím­inn,“ skrif­ar Nadía Tamimi í nýrri færslu á Pírata­spjall­inu. Hún seg­ir for­dóma dag­legt brauð og að ís­lensk­ir múslim­ar séu gjarna kennd­ir við hryðju­verka­menn.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

Nadíu Tamimi var brugðið þegar hún fór á Pírataspjallið í morgun. Ég ætlaði að sýna stuðning við Pírata og ætlaði að taka þátt í þeim umræðum en mætti áróðri og rasisma og ógeði. Ég var dálítið hissa og setti inn status. Fólk er að útskýra fyrir mér að þessi leiðindi séu nýtilkomin þannig að ég ætla aðeins að staldra við og sjá hvert stefnir, segir Nadía en statusinn var svohljóðandi:

Ákvað að kíkja hér inn og taka þátt og sýna stuðning við Pírata. Er bara búin að vera í nokkrar mínútur í þessum hópi, rétt rúlla yfir síðuna og commentin og hreinlega blöskrar … Er þessi hópur aðallega að úthúða múslimum? Er ekkert málefnalegt eða uppbyggilegt í gangi hérna? Kær kveðja, íslenski múslíminn.

„Við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn“

Hún segir að þetta hafi verið leiðinleg upplifun því hún hafi komið þarna inn í góðri trú. Það breytir því ekki að hún er enn staðráðin í að kjósa Pírata í næstu kosningum. Þetta fær mig ekki til þess að skipta um skoðun. Ég er ákveðin í að kjósa þá. Ég veit að Píratar standa ekki fyrir þessu, eða ég trúi því ekki og því var leiðinlegt að sjá þetta taka yfir spjallið.

Pírataspjallið er hópur á Facebook sem er öllum opinn og þar geta allir tjáð sig. Nadía segist hafa áhyggjur af vaxandi rasisma hér á landi. Þetta hefur verið vandamál hér á landi. Sérstaklega eftir fréttir gærdagsins og alltaf þegar það koma upp svona ljótar uppákomur þá er ráðist á múslima almennt, sama hversu vondir eða saklausir þeir eru. Það eru allir settir undir sama hatt og við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn. Þetta er orðið þreytt en ég er orðin ýmsu vön og hætt að taka þetta alveg inn á mig, en það er sárt að horfa upp á þetta.

Nadía hefur fengið að finna fyrir því á eigin skinni að hún sé múslimi á Íslandi. Hún hefur fengið haturspósta og mætt fordómum. Það er bara orðinn partur af okkar daglega lífi á Íslandi í dag. Því miður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár