Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

„Er þessi hóp­ur að­al­lega að út­húða múslim­um? Er ekk­ert mál­efna­legt eða upp­byggi­legt í gangi hérna? Kær kveðja, ís­lenski mús­lím­inn,“ skrif­ar Nadía Tamimi í nýrri færslu á Pírata­spjall­inu. Hún seg­ir for­dóma dag­legt brauð og að ís­lensk­ir múslim­ar séu gjarna kennd­ir við hryðju­verka­menn.

Blöskraði múslimahatrið á Pírataspjallinu

Nadíu Tamimi var brugðið þegar hún fór á Pírataspjallið í morgun. Ég ætlaði að sýna stuðning við Pírata og ætlaði að taka þátt í þeim umræðum en mætti áróðri og rasisma og ógeði. Ég var dálítið hissa og setti inn status. Fólk er að útskýra fyrir mér að þessi leiðindi séu nýtilkomin þannig að ég ætla aðeins að staldra við og sjá hvert stefnir, segir Nadía en statusinn var svohljóðandi:

Ákvað að kíkja hér inn og taka þátt og sýna stuðning við Pírata. Er bara búin að vera í nokkrar mínútur í þessum hópi, rétt rúlla yfir síðuna og commentin og hreinlega blöskrar … Er þessi hópur aðallega að úthúða múslimum? Er ekkert málefnalegt eða uppbyggilegt í gangi hérna? Kær kveðja, íslenski múslíminn.

„Við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn“

Hún segir að þetta hafi verið leiðinleg upplifun því hún hafi komið þarna inn í góðri trú. Það breytir því ekki að hún er enn staðráðin í að kjósa Pírata í næstu kosningum. Þetta fær mig ekki til þess að skipta um skoðun. Ég er ákveðin í að kjósa þá. Ég veit að Píratar standa ekki fyrir þessu, eða ég trúi því ekki og því var leiðinlegt að sjá þetta taka yfir spjallið.

Pírataspjallið er hópur á Facebook sem er öllum opinn og þar geta allir tjáð sig. Nadía segist hafa áhyggjur af vaxandi rasisma hér á landi. Þetta hefur verið vandamál hér á landi. Sérstaklega eftir fréttir gærdagsins og alltaf þegar það koma upp svona ljótar uppákomur þá er ráðist á múslima almennt, sama hversu vondir eða saklausir þeir eru. Það eru allir settir undir sama hatt og við erum öll stimpluð sem hryðjuverkamenn. Þetta er orðið þreytt en ég er orðin ýmsu vön og hætt að taka þetta alveg inn á mig, en það er sárt að horfa upp á þetta.

Nadía hefur fengið að finna fyrir því á eigin skinni að hún sé múslimi á Íslandi. Hún hefur fengið haturspósta og mætt fordómum. Það er bara orðinn partur af okkar daglega lífi á Íslandi í dag. Því miður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár