Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bláberja-chutney

Sumar­ið er óvenju gott berja­sum­ar. Hægt er að nýta ber­in í fleira en sult­ur og saft, eins og blá­berja-chut­ney, sem Ósk­ar Erics­son kenn­ir okk­ur að gera.

Bláberja-chutney

 

Að baki er óvenjugott sumar. Flesta daga fór hitinn yfir 15 gráður og úti var sól og sæla, að minnsta kosti hér fyrir sunnan. Menn segja að það hafi ekkert með hlýnun jarðar að gera. Sumarið 1987 var víst líka svona gott, er sagt. En ég man ekki eftir öðru en að heilu sumrin hafi liðið þar sem ég fór ekki úr húsi án jakka. Satt að segja höndlaði ég veðrið ekki vel. Þó að 15 gráðu hiti sé eins konar táknmynd fyrir íslenskt góðærisveður þá er þetta lúmsk tala. 15 gráður eru nefnilega hvorki né. Veðrið er of heitt til að klæðast jakka en af og til kemur þessi kalda gola úr norðanátt sem minnir á að þú býrð á Íslandi. Fyrir vikið geng ég sveittur um allt sumarið, með jakka í annarri hendinni ef mér skyldi nú verða kalt, og reyni að líta ekki út fyrri að vera vanþakklátur. Því ég viðurkenni fúslega að það er argasta vanþakklæti að kunna ekki að meta svona gott veður. En ég er ánægður með að sumarið sé á enda og að allt falli aftur í sitt gamla far, þar sem stinningskaldi og hret ráða ríkjum – og allt meikar sens.

Hlýindin í sumar hafa einnig aðra merkingu, þau þýða líka að þetta er óvenjugott berjaár. Víðast hvar á landinu berast fregnir af heilu hlíðunum þar sem allt er krökkt af bláberjum og rifsberjarunnar í heimahögum svigna undan berjaklösum. Margir nýta sér góða veðrið og skella sér í berjamó og sulta fyrir árið. En þeir sem tína fleiri ber en þeir geta sultað geta líka skellt í úrvals chutney.

Chutney er bresk/indversk sulta sem er krydduð með framandi kryddtegundum, eins og kóríander, broddkúmen, kanil, kardemommum og negul. Yfirleytt er chutney borðað með karrýréttum eða enskum cheddar-osti auk þess sem það er ótrúlega gott með kjötréttum eins og grilluðum kjúkling eða svínakjöti. Orðið chutney kemur frá indverska orðinu chatni sem þýðir að sleikja, sem gefur til kynna að sulturnar séu virkilega bragðgóðar. Hefðbundið chutney barst til Bretlands frá Indlandi á 19. öld, þegar Indland var bresk nýlenda en er ólíkt alvöru indversku chutney, sem er ekki jafn sætt þar sem sinnepsolía er oft notuð í stað ediks.

Að búa til chutney er jafn auðvelt og að sulta. Eftirfarandi uppskrift er með bláberjum en hægt er að nota alls kyns ávexti og ber til að búa til chutney. Eins er um að gera að prófa sig áfram með mismunandi hráefni eins og rabarbara, epli, perur, stikkilsber eða döðlur.

Hráefni:

500 g bláber

150 g púðursykur

1 laukur, skorinn í sneiðar

1 hvítlauksgeiri, skorinn smátt

125 ml gott edik (balsamic, eplaedik, lageredik eða venjulegt)

Hnífsoddur kanil, kóreander, og broddkúmin

Klípa af salti

Aðferð:

Blandið sykri og ediki saman og hitið við vægan hita. Bætið lauk, hvítlauk, kryddi og salti saman við og leyfið að malla í 10 mínútur. Bætið bláberjunum við og leyfið að malla í 30 mínútur í viðbót, eða þar til sultan er orðin vel þykk. Smakkið til  og geymið í hreinum krukkum. Lokið krukkunum og snúið þeim á hvolf. Leyfið chutneyinu að kólna. Merkið með nafni og dagsetningu. Chutney geymist að minnsta kosti fram að jólum í vel lokuðum umbúðum, aftast í ísskápnum, og verður betra eftir því sem tíminn líður.

Þeir sem borða sterkan mat geta bætt chili út í. Svo er hægt að prófa sig áfram með mismunandi kryddtegundum eins og engifer, stjörnuanis, túrmerik, reykta papriku og fennelfræ.

Njótið vel!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár