Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt um Þorstein og Þorgerði: „Beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, skýt­ur fast á Þor­stein Víg­lunds­son og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur fram­bjóð­end­ur Við­reisn­ar. Hún seg­ir Við­reisn hafa af­rit­að stefnu­skrá Bjartr­ar fram­tíð­ar.

Björt um Þorstein og Þorgerði: „Beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum“

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er harðorð í garð frambjóðenda Viðreisnar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir málflutning Þorsteins Víglundssonar, um að Björt framtíð hafi ekki barist fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni fáránlegan. Þorsteinn hafi beinlínis verið á launaskrá við að sinna sérhagsmunum, en hann hefur bæði verið framkvæmdastjóri Samtaka álfyrirtækja á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins. Þá segir Björt annan frambjóðanda, og á augljóslega við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nú þurfa að leggja lykkju á leið sína til þess að útskýra hvernig hún hefur ekki sinnt sínum sérhagsmunum umfram annarra „þegar hún sem ráðherra sinnti málefnum Kaupþings þar sem fjölskylda hennar fékk niðurfelld 2 milljarða króna kúlulán. Hve oft vék hún af þingflokksfundum og af ríkistjórnafundum þegar málefni Kaupþings voru rædd?“ spyr Björt.

Björt segist hingað til hafa setið á sér varðandi Viðreisn þar sem einkunnarorð Bjartrar framtíðar séu góð pólitík. Hún fullyrðir að Viðreisn hafi afritað stefnuskrá Bjartrar framtíðar og að það sé gleðilegt að fleiri leggist á árarnar við að koma mikilvægum málum og mikilvægri stefnu að. „Fólk í Bjartri framtíð hefur aldrei litið á sjálfa sig sem atvinnupólitíkusa eða flokkinn sinn sem hagsmunafl sem hverfist um okkur sjálf. Það eru málefnin sem skipta öllu,“ segir hún. 

Spyr hver fjármagni kosningabaráttu Viðreisnar

Forsagan er sú að í gær skrifaði Þorsteinn á Facebook-síðu sína að hann hefði orðið var við að óprúttnir keppninautar Viðreisnar gerðu tilraun til að stela einkennisorðum þeirra. „Við því er það eitt að segja að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað,“ skrifar hann. 

Björt segir Þorstein vera með aðdróttanir um að Björt framtíð sé á einhvern hátt ekki ekta í helsta markmiði þeirra sem sé að berjast fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni.

„En það er þetta stef sem að Þorsteinn og félagar tifa nú á og telja sitt, og væna svo Bjarta framtíð um að herma,“ skrifar Björt. „Björt Framtíð var stofnuð árið 2012. Til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar árið 2013 lagði þáverandi formaður flokksins hús fjölskyldu sinnar að veði, svo við hefðum fé til að prenta lágmarks bæklinga og kynningaefni. Þetta var okkar helsta kostunarleið. Við áttum ekki, og vildum ekki hafa stóra bakhjarla með sína sérhagsmuni til að kosta okkar framboð,“ skrifar Björt. Þá segir hún Bjarta framtíð meðvitað hafa tekið ákvörðun um að taka ekki við peningum frá lögaðilum. „Mér er spurn: Hver er það hjá Viðreisn sem að kostar öll flettiskiltin og auglýsingarnar um almannahagsmuni umfram sérhagsmuni?“ spyr hún meðal annars. 

„Hver er það hjá Viðreisn sem að kostar öll flettiskiltin og auglýsingarnar um almannahagsmuni umfram sérhagsmuni?“

Björt segir að í máli eftir máli á þingi hafi Björt framtíð barist með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum. „Við höfum ekki keypt okkur inn á Alþingi með gylliboðum um ókeypis peninga. Þannig börðumst við á móti skuldaniðurfellingunni. Það eru alltaf skattgreiðendur sem borga. Við börðum á móti búvörulögunum og við berjumst á móti skattaívilnunum sem hafa nær eingöngu farið til álfyrirtækjanna,“ skrifar Björt. „Því er fáránlegt að heyra þennan málflutning núna frá frambjóðanda Viðreisnar sem að var beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár