Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt um Þorstein og Þorgerði: „Beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum“

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, skýt­ur fast á Þor­stein Víg­lunds­son og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur fram­bjóð­end­ur Við­reisn­ar. Hún seg­ir Við­reisn hafa af­rit­að stefnu­skrá Bjartr­ar fram­tíð­ar.

Björt um Þorstein og Þorgerði: „Beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum“

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er harðorð í garð frambjóðenda Viðreisnar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir málflutning Þorsteins Víglundssonar, um að Björt framtíð hafi ekki barist fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni fáránlegan. Þorsteinn hafi beinlínis verið á launaskrá við að sinna sérhagsmunum, en hann hefur bæði verið framkvæmdastjóri Samtaka álfyrirtækja á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins. Þá segir Björt annan frambjóðanda, og á augljóslega við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nú þurfa að leggja lykkju á leið sína til þess að útskýra hvernig hún hefur ekki sinnt sínum sérhagsmunum umfram annarra „þegar hún sem ráðherra sinnti málefnum Kaupþings þar sem fjölskylda hennar fékk niðurfelld 2 milljarða króna kúlulán. Hve oft vék hún af þingflokksfundum og af ríkistjórnafundum þegar málefni Kaupþings voru rædd?“ spyr Björt.

Björt segist hingað til hafa setið á sér varðandi Viðreisn þar sem einkunnarorð Bjartrar framtíðar séu góð pólitík. Hún fullyrðir að Viðreisn hafi afritað stefnuskrá Bjartrar framtíðar og að það sé gleðilegt að fleiri leggist á árarnar við að koma mikilvægum málum og mikilvægri stefnu að. „Fólk í Bjartri framtíð hefur aldrei litið á sjálfa sig sem atvinnupólitíkusa eða flokkinn sinn sem hagsmunafl sem hverfist um okkur sjálf. Það eru málefnin sem skipta öllu,“ segir hún. 

Spyr hver fjármagni kosningabaráttu Viðreisnar

Forsagan er sú að í gær skrifaði Þorsteinn á Facebook-síðu sína að hann hefði orðið var við að óprúttnir keppninautar Viðreisnar gerðu tilraun til að stela einkennisorðum þeirra. „Við því er það eitt að segja að fólki ber að varast lélegar eftirlíkingar, sama hversu bjartri framtíð er lofað,“ skrifar hann. 

Björt segir Þorstein vera með aðdróttanir um að Björt framtíð sé á einhvern hátt ekki ekta í helsta markmiði þeirra sem sé að berjast fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni.

„En það er þetta stef sem að Þorsteinn og félagar tifa nú á og telja sitt, og væna svo Bjarta framtíð um að herma,“ skrifar Björt. „Björt Framtíð var stofnuð árið 2012. Til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar árið 2013 lagði þáverandi formaður flokksins hús fjölskyldu sinnar að veði, svo við hefðum fé til að prenta lágmarks bæklinga og kynningaefni. Þetta var okkar helsta kostunarleið. Við áttum ekki, og vildum ekki hafa stóra bakhjarla með sína sérhagsmuni til að kosta okkar framboð,“ skrifar Björt. Þá segir hún Bjarta framtíð meðvitað hafa tekið ákvörðun um að taka ekki við peningum frá lögaðilum. „Mér er spurn: Hver er það hjá Viðreisn sem að kostar öll flettiskiltin og auglýsingarnar um almannahagsmuni umfram sérhagsmuni?“ spyr hún meðal annars. 

„Hver er það hjá Viðreisn sem að kostar öll flettiskiltin og auglýsingarnar um almannahagsmuni umfram sérhagsmuni?“

Björt segir að í máli eftir máli á þingi hafi Björt framtíð barist með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum. „Við höfum ekki keypt okkur inn á Alþingi með gylliboðum um ókeypis peninga. Þannig börðumst við á móti skuldaniðurfellingunni. Það eru alltaf skattgreiðendur sem borga. Við börðum á móti búvörulögunum og við berjumst á móti skattaívilnunum sem hafa nær eingöngu farið til álfyrirtækjanna,“ skrifar Björt. „Því er fáránlegt að heyra þennan málflutning núna frá frambjóðanda Viðreisnar sem að var beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár