Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, var gagnrýnd harðlega í umræðum á Alþingi rétt í þessu fyrir að hafa afboðað sig með skömmum fyrirvara í óundirbúinn fyrirspurnartíma.
„Nú er það svo að hæstvirtur umhverfis- og auðlindaráðherra var á dagskránni en svo berast okkur þær upplýsingar hér fyrir hádegi að hún verði ekki til svara,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Benti hún á að ráðherrann stæði í eldlínunni þessa dagana í ljósi þess að bæjarstjórnin í Reykjanesbæ hefði kallað eftir því starfsemi kísilverksmiðju United Silicon yrði stöðvuð vegna arsenikmengunar.
Aðrir þingmenn stjórnarandstöðunar undir með Svandísi. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, spurði Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um málið. Hann sagðist ekki vita hver afstaða umhverfisráðherra væri eða hvað stæði til að gera. Birgitta furðaði sig á þessu og velti fyrir sér hvort málið hefði ekki verið tekið fyrir á þingflokksfundi hjá Bjartri framtíð skömmu áður en þingfundur hófst. Óttarr sagðist ekki vilja tjá sig um hvað fram færi á lokuðum þingflokksfundi Bjartrar framtíðar.
Athugasemdir