Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Marg­ir töldu að hún hefði unn­ið yf­ir sig. Seg­ir að karl í sinni stöðu hefði ekki feng­ið sömu við­brögð.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN-Magasín og þáttastjórnandi á Hringbraut, fékk heilablæðingu við mænukylfuna fyrir rúmum tveimur vikum og hefur verið frá vinnu vegna veikinda síðan. Frá þessu segir hún í pistli á hringbraut.is. „Fyrir rúmum tveimur vikum var ég keyrð með sjúkrabíl á spítala. Ég ætlaði nú bara að leggja mig og athuga hvort sviminn, höfuðverkurinn og skekkjan á vinstri hluta andlitsins myndi ekki bara jafna sig,“ skrifar hún meðal annars. Hún segist fyrst hafa haldið að eitthvað slen væri komið yfir hana en eftir að hafa verið sannfærð af einkar ákveðnum vinkonum sínum og dóttur um að kíkja á læknavaktina hafi hún endað á sjúkrabörum og beint á sjúkrahús.

Ekki streita sem varð til þess að æðin rofnaði

„Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég hafði orðið fyrir heilablæðingu við mænukylfuna (svokallað Wallenberg heilkenni). Hún er óútskýrð og ekkert sem ég gerði eða ekki gerði olli henni eða hefði komið í veg fyrir hana. Það var ekki streita, háþrýstingur eða neitt slíkt sem varð til þess að æðin rofnaði og hefði hún gert það þó ég væri barnlaus jógakennari í hamingjusömu hjónabandi sem drekkur grænt te og borðar hráfæði í hörfötum við lágstemmda slökunartónlist alla daga,“ skrifar Björk.

„Karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð“

„Verandi aftur á móti þriggja barna einstæð móðir sem rekur fyrirtæki, ritstýrir tímariti, stjórnar vikulegum sjónvarpsþætti og tekur virkan þátt í lífinu, virtist enginn (nema heilbrigðisstarfsfólk) efast um að ég hefði hreinlega keyrt mig út, unnið yfir mig... loks bugast af álaginu. Með fullri virðingu fyrir því að keyra þannig á vegg þá fór þessi „greining“ ekki vel í mig. Ekki síst vegna þess að sá grunur læðist sterklega að mér að karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð . Hefði það verið það fyrsta sem fólki dytti í hug ef karlkyns yfirmaður á besta aldri og í fínu formi hefði lagst inn á spítala? Ég leyfi mér að segja nei. Sjálfri leið mér svolítið eins og fólk vildi bara að ég legði mig, slakaði aðeins á og breytti forgangsröðuninni,“ skrifar Björk en hún kemur til starfa í næstu viku.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár