Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Marg­ir töldu að hún hefði unn­ið yf­ir sig. Seg­ir að karl í sinni stöðu hefði ekki feng­ið sömu við­brögð.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN-Magasín og þáttastjórnandi á Hringbraut, fékk heilablæðingu við mænukylfuna fyrir rúmum tveimur vikum og hefur verið frá vinnu vegna veikinda síðan. Frá þessu segir hún í pistli á hringbraut.is. „Fyrir rúmum tveimur vikum var ég keyrð með sjúkrabíl á spítala. Ég ætlaði nú bara að leggja mig og athuga hvort sviminn, höfuðverkurinn og skekkjan á vinstri hluta andlitsins myndi ekki bara jafna sig,“ skrifar hún meðal annars. Hún segist fyrst hafa haldið að eitthvað slen væri komið yfir hana en eftir að hafa verið sannfærð af einkar ákveðnum vinkonum sínum og dóttur um að kíkja á læknavaktina hafi hún endað á sjúkrabörum og beint á sjúkrahús.

Ekki streita sem varð til þess að æðin rofnaði

„Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég hafði orðið fyrir heilablæðingu við mænukylfuna (svokallað Wallenberg heilkenni). Hún er óútskýrð og ekkert sem ég gerði eða ekki gerði olli henni eða hefði komið í veg fyrir hana. Það var ekki streita, háþrýstingur eða neitt slíkt sem varð til þess að æðin rofnaði og hefði hún gert það þó ég væri barnlaus jógakennari í hamingjusömu hjónabandi sem drekkur grænt te og borðar hráfæði í hörfötum við lágstemmda slökunartónlist alla daga,“ skrifar Björk.

„Karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð“

„Verandi aftur á móti þriggja barna einstæð móðir sem rekur fyrirtæki, ritstýrir tímariti, stjórnar vikulegum sjónvarpsþætti og tekur virkan þátt í lífinu, virtist enginn (nema heilbrigðisstarfsfólk) efast um að ég hefði hreinlega keyrt mig út, unnið yfir mig... loks bugast af álaginu. Með fullri virðingu fyrir því að keyra þannig á vegg þá fór þessi „greining“ ekki vel í mig. Ekki síst vegna þess að sá grunur læðist sterklega að mér að karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð . Hefði það verið það fyrsta sem fólki dytti í hug ef karlkyns yfirmaður á besta aldri og í fínu formi hefði lagst inn á spítala? Ég leyfi mér að segja nei. Sjálfri leið mér svolítið eins og fólk vildi bara að ég legði mig, slakaði aðeins á og breytti forgangsröðuninni,“ skrifar Björk en hún kemur til starfa í næstu viku.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár