Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Marg­ir töldu að hún hefði unn­ið yf­ir sig. Seg­ir að karl í sinni stöðu hefði ekki feng­ið sömu við­brögð.

Björk Eiðsdóttir fékk heilablæðingu

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN-Magasín og þáttastjórnandi á Hringbraut, fékk heilablæðingu við mænukylfuna fyrir rúmum tveimur vikum og hefur verið frá vinnu vegna veikinda síðan. Frá þessu segir hún í pistli á hringbraut.is. „Fyrir rúmum tveimur vikum var ég keyrð með sjúkrabíl á spítala. Ég ætlaði nú bara að leggja mig og athuga hvort sviminn, höfuðverkurinn og skekkjan á vinstri hluta andlitsins myndi ekki bara jafna sig,“ skrifar hún meðal annars. Hún segist fyrst hafa haldið að eitthvað slen væri komið yfir hana en eftir að hafa verið sannfærð af einkar ákveðnum vinkonum sínum og dóttur um að kíkja á læknavaktina hafi hún endað á sjúkrabörum og beint á sjúkrahús.

Ekki streita sem varð til þess að æðin rofnaði

„Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég hafði orðið fyrir heilablæðingu við mænukylfuna (svokallað Wallenberg heilkenni). Hún er óútskýrð og ekkert sem ég gerði eða ekki gerði olli henni eða hefði komið í veg fyrir hana. Það var ekki streita, háþrýstingur eða neitt slíkt sem varð til þess að æðin rofnaði og hefði hún gert það þó ég væri barnlaus jógakennari í hamingjusömu hjónabandi sem drekkur grænt te og borðar hráfæði í hörfötum við lágstemmda slökunartónlist alla daga,“ skrifar Björk.

„Karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð“

„Verandi aftur á móti þriggja barna einstæð móðir sem rekur fyrirtæki, ritstýrir tímariti, stjórnar vikulegum sjónvarpsþætti og tekur virkan þátt í lífinu, virtist enginn (nema heilbrigðisstarfsfólk) efast um að ég hefði hreinlega keyrt mig út, unnið yfir mig... loks bugast af álaginu. Með fullri virðingu fyrir því að keyra þannig á vegg þá fór þessi „greining“ ekki vel í mig. Ekki síst vegna þess að sá grunur læðist sterklega að mér að karl í minni stöðu hefði ekki upplifað sömu viðbrögð . Hefði það verið það fyrsta sem fólki dytti í hug ef karlkyns yfirmaður á besta aldri og í fínu formi hefði lagst inn á spítala? Ég leyfi mér að segja nei. Sjálfri leið mér svolítið eins og fólk vildi bara að ég legði mig, slakaði aðeins á og breytti forgangsröðuninni,“ skrifar Björk en hún kemur til starfa í næstu viku.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu