Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar og umhverfis- og skipulagsráð þess leggjast gegn því að Novator F11 ehf., félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fái að fjarlægja aðalstiga milli 1. og 2. hæðar hins sögufræga og friðlýsta húss að Fríkirkjuvegi 11. Minjastofnun Íslands gaf hins vegar grænt ljós á niðurtöku stigans með því skilyrði að framkvæmdirnar yrðu afturkræfar.
„Ekki er talið að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem geti orðið til þess að fyrirliggjandi umsókn um niðurtöku á aðalstiga hússins að Fríkirkjuvegi 11 verði samþykkt nú,“ segir í minnisblaði byggingarfulltrúa borgarinnar sem samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudag.
Athugasemdir