Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað Illuga Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem hætti í stjórnmálum í kjölfar hneykslismáls á síðasta kjörtímabili, í þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat íslenskrar peningastefnu.
Ásamt Illuga eiga sæti í nefndinni þau Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, forseti hagfræðideildar HÍ, efnahagsráðgjafi verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. og fyrrum forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Tilkynnt er um skipan verkefnisstjórnarinnar á vef fjármálaráðuneytisins í dag en samkvæmt svari við fyrirspurn Stundarinnar er það forsætisráðherra sem skipar nefndina, ekki Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Endurskoðunin heyrir undir ráðherranefnd um efnahagsmál sem mun funda reglulega með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra um framvindu vinnunnar.
Að því er fram kemur í fréttatilkynningunni er markmið endurskoðunarinnar „að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs“.
Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson voru …
Athugasemdir