Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, kall­aði formann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son, á sinn fund í dag þar sem Bjarna var form­lega veitt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð. Ef við­ræð­urn­ar ganga eft­ir verð­ur Bjarni for­sæt­is­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óformlega leitt stjórnarmyndunarviðræður undanfarna daga á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var boðaður á fund forseta Íslands í dag klukkan 16:30 og stendur fundurinn enn yfir. Talið er líklegt að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboð en hann hefur á undanförnum dögum setið á fundum með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Bjarni sagði að flokkunum þremur hefði orðið „eitthvað ágengt“ í stjórnarmyndunarviðræðunum síðustu daga og að fundurinn með forseta Íslands væri til þess að ræða stöðuna í þeim viðræðum.

„Þá er spurning hvort eigi að færa það yfir á formlegan stað,“ sagði Bjarni við fréttamann Stöðvar 2 á Bessastöðum nú fyrir stundu og bætti við: „En nú ætla ég að fara að eiga orðastað við forsetann. En svo kem ég og get veitt ykkur viðtal á eftir.“

Fréttin verður uppfærð

Uppfært 16:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi sem nú stendur yfir á Bessastöðum.

Uppfært 17:00

„Það er samkomulag á milli okkar að láta reyna á það áfram. Við erum komnir þó nokkuð langt og fullt tilefni til þess að greina frá því og gera það formlegra eins og er verið að gera í dag,“ sagði Bjarni sem var bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt samkomulagi á milli þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, er gert ráð fyrir að Bjarni verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Uppfært 17:08

Yfirlýsing frá forseta Íslands sem barst fjölmiðlum nú eftir fund hans og Bjarna Benediktssonar:

Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi.

Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknumsamræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.

30. desember 2016

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár