Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, kall­aði formann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son, á sinn fund í dag þar sem Bjarna var form­lega veitt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð. Ef við­ræð­urn­ar ganga eft­ir verð­ur Bjarni for­sæt­is­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óformlega leitt stjórnarmyndunarviðræður undanfarna daga á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var boðaður á fund forseta Íslands í dag klukkan 16:30 og stendur fundurinn enn yfir. Talið er líklegt að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboð en hann hefur á undanförnum dögum setið á fundum með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Bjarni sagði að flokkunum þremur hefði orðið „eitthvað ágengt“ í stjórnarmyndunarviðræðunum síðustu daga og að fundurinn með forseta Íslands væri til þess að ræða stöðuna í þeim viðræðum.

„Þá er spurning hvort eigi að færa það yfir á formlegan stað,“ sagði Bjarni við fréttamann Stöðvar 2 á Bessastöðum nú fyrir stundu og bætti við: „En nú ætla ég að fara að eiga orðastað við forsetann. En svo kem ég og get veitt ykkur viðtal á eftir.“

Fréttin verður uppfærð

Uppfært 16:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi sem nú stendur yfir á Bessastöðum.

Uppfært 17:00

„Það er samkomulag á milli okkar að láta reyna á það áfram. Við erum komnir þó nokkuð langt og fullt tilefni til þess að greina frá því og gera það formlegra eins og er verið að gera í dag,“ sagði Bjarni sem var bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt samkomulagi á milli þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, er gert ráð fyrir að Bjarni verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Uppfært 17:08

Yfirlýsing frá forseta Íslands sem barst fjölmiðlum nú eftir fund hans og Bjarna Benediktssonar:

Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi.

Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknumsamræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.

30. desember 2016

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár