Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, kall­aði formann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son, á sinn fund í dag þar sem Bjarna var form­lega veitt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð. Ef við­ræð­urn­ar ganga eft­ir verð­ur Bjarni for­sæt­is­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óformlega leitt stjórnarmyndunarviðræður undanfarna daga á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var boðaður á fund forseta Íslands í dag klukkan 16:30 og stendur fundurinn enn yfir. Talið er líklegt að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboð en hann hefur á undanförnum dögum setið á fundum með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Bjarni sagði að flokkunum þremur hefði orðið „eitthvað ágengt“ í stjórnarmyndunarviðræðunum síðustu daga og að fundurinn með forseta Íslands væri til þess að ræða stöðuna í þeim viðræðum.

„Þá er spurning hvort eigi að færa það yfir á formlegan stað,“ sagði Bjarni við fréttamann Stöðvar 2 á Bessastöðum nú fyrir stundu og bætti við: „En nú ætla ég að fara að eiga orðastað við forsetann. En svo kem ég og get veitt ykkur viðtal á eftir.“

Fréttin verður uppfærð

Uppfært 16:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi sem nú stendur yfir á Bessastöðum.

Uppfært 17:00

„Það er samkomulag á milli okkar að láta reyna á það áfram. Við erum komnir þó nokkuð langt og fullt tilefni til þess að greina frá því og gera það formlegra eins og er verið að gera í dag,“ sagði Bjarni sem var bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt samkomulagi á milli þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, er gert ráð fyrir að Bjarni verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Uppfært 17:08

Yfirlýsing frá forseta Íslands sem barst fjölmiðlum nú eftir fund hans og Bjarna Benediktssonar:

Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi.

Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknumsamræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.

30. desember 2016

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár