Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, kall­aði formann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son, á sinn fund í dag þar sem Bjarna var form­lega veitt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð. Ef við­ræð­urn­ar ganga eft­ir verð­ur Bjarni for­sæt­is­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óformlega leitt stjórnarmyndunarviðræður undanfarna daga á milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var boðaður á fund forseta Íslands í dag klukkan 16:30 og stendur fundurinn enn yfir. Talið er líklegt að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboð en hann hefur á undanförnum dögum setið á fundum með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Bjarni sagði að flokkunum þremur hefði orðið „eitthvað ágengt“ í stjórnarmyndunarviðræðunum síðustu daga og að fundurinn með forseta Íslands væri til þess að ræða stöðuna í þeim viðræðum.

„Þá er spurning hvort eigi að færa það yfir á formlegan stað,“ sagði Bjarni við fréttamann Stöðvar 2 á Bessastöðum nú fyrir stundu og bætti við: „En nú ætla ég að fara að eiga orðastað við forsetann. En svo kem ég og get veitt ykkur viðtal á eftir.“

Fréttin verður uppfærð

Uppfært 16:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi sem nú stendur yfir á Bessastöðum.

Uppfært 17:00

„Það er samkomulag á milli okkar að láta reyna á það áfram. Við erum komnir þó nokkuð langt og fullt tilefni til þess að greina frá því og gera það formlegra eins og er verið að gera í dag,“ sagði Bjarni sem var bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt samkomulagi á milli þessara þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, er gert ráð fyrir að Bjarni verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Uppfært 17:08

Yfirlýsing frá forseta Íslands sem barst fjölmiðlum nú eftir fund hans og Bjarna Benediktssonar:

Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi.

Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknumsamræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.

30. desember 2016

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu