Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni ræðst á Vísi: „Þessi blaðamennska er skandall“

Frétt um mál sem hafa reynst stjórn­ar­meiri­hlut­an­um erf­ið á síð­ustu vik­um vek­ur hörð við­brögð.

Bjarni ræðst á Vísi: „Þessi blaðamennska er skandall“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð fréttamiðilsins Vísis í stöðuuppfærslu dagsins á Facebook. Þar segir hann að fjölmiðlar eigi að veita aðhald og vera vettvangur opinnar umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. „En það þarf að vanda sig.“

Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag undir heitinu „Hver skandallinn á fætur öðrum“. Þar eru listuð upp fimm mál sem eru sögð hafa reynst ríkisstjórninni og meirihlutanum erfið, en samkvæmt fréttinni hafa þau verið óvenju mörg á síðustu tveimur vikum: Húsnæðismál Illuga, makrílmál Sigurðar Inga, makrílkvóti til konunnar, raforkuskattur Bjarna og arðgreiðslur úr Borgun.

Bent er á að traust á ríkisstjórninni og fylgi við stjórnarflokkana hafi farið þverrandi frá kosningum. Stjórnin hafi sætt harðri gagnrýni fyrir hin ýmsu mál, en síðustu vikur hafi þó verið sérlega erfiðar fyrir stjórnarmeirihlutann þar sem ofangreind máli hafi mætt harðri andstöðu eða gagnrýni.

Svar Bjarna við fréttinni er að hún sé rakalaus þvættingur: „Vilji menn gefa sig út fyrir að gæta hlutleysis og vandaðrar blaðamennsku geri ég þá kröfu fyrir mitt leyti að það sé ekki boðið upp á rakalausan þvætting og slegið yfir feitletraðri fyrirsögn.“

Frétt um raforkuskattinn: „Skandall“

Síðan svarar hann þeim atriðum sem snúa að honum og „fara í skandalaflokkinn hjá ritstjórn visis.is“ að hans mati, umfjöllun um raforkuskattinn og Borgun.

Í frétt Vísis er greint frá því að Bjarni hafi tilkynnt að ekki stæði til að framlengja raforkuskatt sem rennur út um áramótin. „Álfyrirtæki á Íslandi greiddu 1,6 milljarða í þennan skatt á síðasta ári. Skatturinn, sem var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára, var framlengdur árið 2012 og gildir því út árið 2015,“ segir í fréttinni. „Áform Bjarna um að framlengja ekki skattinn vöktu hörð viðbrögð og kallaði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, Ísland Kongó norðursins.“

„Mín niðurstaða þessi fréttamennska er skandall.“

Um þetta segir Bjarni: „Raforkuskattur fellur niður um næstu áramót. Í frétt dagsins segir að ég hafi tilkynnt þetta á fundi Samáls. Hið rétta er að þetta hefur legið fyrir síðan 2013. Þá var visi.is svo mikið niðri fyrir vegna málsins að þeir sögðu mig vera að svíkja þá stefnu sem boðuð hefði verið fyrir kosningar sbr. meðfylgjandi neðangreinda frétt. Fyrst (2013) leggur visir.is upp með að það sé skandall að fella ekki skattinn niður fyrr en 2015. Svo er því haldið fram að þetta sé nýákveðið og að það sé skandall að hann falli niður 2015. Mín niðurstaða þessi fréttamennska er skandall.“

Umfjöllun um Borgun: Líka „skandall“

Þá segir Vísir frá þeim fyrirætlunum Borgunar að greiða eigendum sínum arð upp á 800 milljónir króna í fyrstu arðgreiðslu fyrirtækisins frá árinu 2007. „Salan á Borgun, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, hefur verið harðlega gagnrýnd en hlutur bankans í fyrirtækinu var ekki boðinn út í opnu söluferli.“

Í kaupendahópnum var frændi Bjarna Benediktssonar, Einar Sveinsson.

 „Varla er skandallinn að frændi ráðherra, sem ekkert hefur með málið að gera, sé í kaupendahópnum?“

Um þetta segir Bjarni: „Landsbankinn selur Borgun. Þessi skandall er skrifaður á fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrir þessum banka fer stjórn. Í stjórnina er skipað af Bankasýslunni algerlega án afskipta ráðherra. Þessi frétt lætur að því liggja að ráðherra eigi að bera ábyrgð á ákvörðunum bankans. Ritstjórn visis.is er samkvæmt þessu þeirrar skoðunar að ráðherra eigi að stjórna Landsbankanum. Mín skoðun er sú að sú afstaða er skandall. 
Varla er skandallinn að frændi ráðherra, sem ekkert hefur með málið að gera, sé í kaupendahópnum? 
Þessi blaðamennska er fyrir mér skandall.“

Ritstjórn svarar ráðherra

Við frétt Vísis má nú lesa yfirlýsingu frá ritstjórn Vísis þar sem athugasemdum Bjarna er svarað. 

„Í greininni, eins og fram kemur í upphafi hennar, eru tekin fyrir mál sem hafa sætt gagnrýni. Bæði atriðin sem Bjarni nefnir – raforkuskattur og Borgunarmálið – hafa sætt mikilli gagnrýni, eins og dæmi eru tekin um í fréttinni. 

Ritstjórn Vísis hefur ekki tekið afstöðu til þeirra mála sem um ræðir að öðru leyti en þá að málin hafa verið umdeild. Í umfjöllun um raforkuskattinn kemur skýrt fram að skatturinn hafi gilt út 2015 og því ekki um nýja ákvörðun að ræða. Í umfjöllun um arðgreiðslur úr Borgun er því hvergi haldið fram að Bjarni hafi séð um söluna á eignarhlut Landsbankans,“ segir í yfirlýsingu frá ritstjórn Vísis. 

Frétt Vísis má lesa hér. Færslu Bjarna má sjá hér að neðan: 

Fjölmiðar eiga að veita aðhald og vera vettvangur opinnar umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. En það þarf að vanda sig. ...

Posted by Bjarni Benediktsson on Sunday, May 10, 2015
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár