Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni hefur engan til að mynda ríkisstjórn með - segir aðra ekki axla ábyrgð

Bjarni Bene­dikts­son er ósátt­ur við að aðr­ir flokk­ar hafi úti­lok­að sam­starf og ýj­aði að því að Við­reisn væri ábyrgð­ar­laus. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stefn­ir úr rík­is­stjórn.

Bjarni hefur engan til að mynda ríkisstjórn með - segir aðra ekki axla ábyrgð
Bjarni á Bessastöðum Bjarni gekk ákveðinn á fund forseta og ræddi ekki við fjölmiðla fyrir hann. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi á Bessastöðum rétt í þessu að hann hefði engan til að mynda ríkisstjórn með. „Ég er ekki með viðmælendur til að mynda meirihluta með,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa viljað ræða við alla og gagnrýnir aðra fyrir að hafa útilokað samstarf.

Bæði Píratar og Vinstri grænir hafa sagt að þeir vilji ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Upp úr viðræðum Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks slitnaði í dag eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði sent tillögur sínar um markaðslausnir í sjávarútvegi á Bjarna Benediktsson.

„Ég hef verið tilbúinn að ræða við hvern sem er og það hefur reynst mjög þungt undir fæti að þoka hlutunum áfram,“ sagði Bjarni.

Hann sagði flokka hafa sagt fyrir kosningar að þeir vildu breiða stjórn, en ekki hafi hugur fylgt máli eftir kosningar. 

„Ég verð að segja alveg eins og er að eftir þessar kosningar finnst mér ekki alveg hafa farið saman hljóð og mynd hjá öllum. Menn segja að skilaboð kosninganna séu þau að nú þurfi menn að horfa vítt yfir sviðið og vera tilbúnir til að gera málamiðlanir og starfa með öðrum flokkum, en síðan í næsta orði benda menn á þá flokka sem þeir vilja fyrst útiloka og það fólk sem þeir geti ekki átt samstarf við,“ sagði Bjarni.

„Mér finnst menn enn alltof fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur til að rísa undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að sækjast eftir sætum á Alþingi og stofna stjórnmálaflokka og annað þess háttar,“ sagði Bjarni og virtist þar vísa til Viðreisnar, sem stofnuð var í vor. 

Bjarni mætirFormaður Sjálfstæðisflokksins var þungbúinn við komuna á Bessastaði.

Bjarni talaði við Katrínu Jakobsdóttur í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn stefni úr ríkisstjórn. „Ég kem hingað ekki  með einhvers konar tryggingu frá öðrum flokkum um að þeir séu tilbúnir til viðræðna sem geti myndað meirihluta á þinginu. Að því leytinu til er ekki til staðar lifandi samtal um meirihluta að afstöðnum kosningum sem ég er þátttakandi í.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi að heilmikið beri á milli þeirra flokka sem gætu myndað ríkisstjórn. „Eins og ég segi er staðan flókin og ekkert öfundsvert að reyna að berja saman ríkisstjórn.“

Katrín fer á Bessastaði klukkan 1 á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu