Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni hefur engan til að mynda ríkisstjórn með - segir aðra ekki axla ábyrgð

Bjarni Bene­dikts­son er ósátt­ur við að aðr­ir flokk­ar hafi úti­lok­að sam­starf og ýj­aði að því að Við­reisn væri ábyrgð­ar­laus. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stefn­ir úr rík­is­stjórn.

Bjarni hefur engan til að mynda ríkisstjórn með - segir aðra ekki axla ábyrgð
Bjarni á Bessastöðum Bjarni gekk ákveðinn á fund forseta og ræddi ekki við fjölmiðla fyrir hann. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi á Bessastöðum rétt í þessu að hann hefði engan til að mynda ríkisstjórn með. „Ég er ekki með viðmælendur til að mynda meirihluta með,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa viljað ræða við alla og gagnrýnir aðra fyrir að hafa útilokað samstarf.

Bæði Píratar og Vinstri grænir hafa sagt að þeir vilji ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Upp úr viðræðum Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks slitnaði í dag eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði sent tillögur sínar um markaðslausnir í sjávarútvegi á Bjarna Benediktsson.

„Ég hef verið tilbúinn að ræða við hvern sem er og það hefur reynst mjög þungt undir fæti að þoka hlutunum áfram,“ sagði Bjarni.

Hann sagði flokka hafa sagt fyrir kosningar að þeir vildu breiða stjórn, en ekki hafi hugur fylgt máli eftir kosningar. 

„Ég verð að segja alveg eins og er að eftir þessar kosningar finnst mér ekki alveg hafa farið saman hljóð og mynd hjá öllum. Menn segja að skilaboð kosninganna séu þau að nú þurfi menn að horfa vítt yfir sviðið og vera tilbúnir til að gera málamiðlanir og starfa með öðrum flokkum, en síðan í næsta orði benda menn á þá flokka sem þeir vilja fyrst útiloka og það fólk sem þeir geti ekki átt samstarf við,“ sagði Bjarni.

„Mér finnst menn enn alltof fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur til að rísa undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að sækjast eftir sætum á Alþingi og stofna stjórnmálaflokka og annað þess háttar,“ sagði Bjarni og virtist þar vísa til Viðreisnar, sem stofnuð var í vor. 

Bjarni mætirFormaður Sjálfstæðisflokksins var þungbúinn við komuna á Bessastaði.

Bjarni talaði við Katrínu Jakobsdóttur í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn stefni úr ríkisstjórn. „Ég kem hingað ekki  með einhvers konar tryggingu frá öðrum flokkum um að þeir séu tilbúnir til viðræðna sem geti myndað meirihluta á þinginu. Að því leytinu til er ekki til staðar lifandi samtal um meirihluta að afstöðnum kosningum sem ég er þátttakandi í.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi að heilmikið beri á milli þeirra flokka sem gætu myndað ríkisstjórn. „Eins og ég segi er staðan flókin og ekkert öfundsvert að reyna að berja saman ríkisstjórn.“

Katrín fer á Bessastaði klukkan 1 á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu