Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni: „Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær­kvöldi þar sem hann þver­tek­ur fyr­ir að hafa sagt að geð­lyf virki ekki eða að lyfja­gjöf sé líkt og að vökva dá­ið blóm. Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far um­ræðu sem skap­að­ist á Twitter í gær vegna mynd­bands af Bjarna þar sem hann er sagð­ur líkja notk­un geð­lyfja við að reyna að vökva dá­ið blóm.

Bjarni: „Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm“
Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann þvertók fyrir að hafa líkt notkun geðlyfja við að vökva dáið blóm. Mynd: Pressphotos

Mikil umræða skapaðist á samskiptaforritinu Twitter í gær vegna myndbands af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra þar sem hann er sagður vera að líkja notkun geðlyfja við að reyna að vökva dáið blóm. Myndbandið var tekið í stjórnmálafræðitíma við Verzlunarskóla Íslands í gær. Bjarni sendi sjálfur frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann þvertók fyrir að hafa gert slíka myndlíkingu og sagði umræðuna afar dapurlega. 

Á myndbandinu sést Bjarni standa við tússtöflu í skólastofu. Búið er að teikna tvö blóm á töfluna, annað laslegra en hitt. Þegar myndbandið hefst er Bjarni að teikna úðabrúsa sem vísar á laslega blómið. Þegar því er lokið spyr hann viðstadda „Eruð þið að ná þessu?“ og því svarar einhver úr salnum: „Nei.“ Stuttu seinna lýkur myndbandinu, sem er um sjö sekúndur að lengd. Þess má geta að myndbandið hefur nú verið fjarlægt. 

Í kjölfarið sendu samtökin GEÐSJÚK frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: 

„Nú gengur um forritið myndbandsbrot af forsætisráðherra okkar Bjarna Benediktssyni þar sem hann líkir notkun geðlyfja við það að reyna að vökva dautt blóm. Orð þessi lét forsætisráðherra útúr sér í stjórnmálafræðitíma við Verzlunarskóla Íslands í dag, þegar hann var spurður út í áform ríkisstjórnarinnar um betrun á geðheilbrigðiskerfinu. Sé það meining Bjarna að geðlyf séu gerviþörf og tilgangslaus, rétt eins og að reyna að vökva líflaust blóm, biðlum við til forsætisráðherra að kynna sér málið til hlítar og draga þessi ummæli sín til baka. Einnig biðlum við til hans og sitjandi ríkisstjórnar að taka skýra afstöðu til geðheilbrigðismála í landinu og vinsamlegast standa vörð um geðheilsu þjóðarinnar með bættu aðgengi, fordómaleysi og skilningi. Virðingarfyllst, GEÐSJÚK“. 

Upp úr miðnætti í gær sendi Bjarni sjálfur frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann sagðist hvergi hafa sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Þá sagði hann umræðuna afar dapurlega. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár