Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bankasýsla ríkisins: Óeðlileg afskipti ráðuneytisstjóra

Guð­mund­ur Árna­son ráðu­neyt­is­stjóri reyndi að hafa áhrif á val á stjórn­ar­for­manni ís­lensks fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur af­skipt­in al­var­leg og ekki í sam­ræmi við lög. Varð­aði sam­ein­ingu Spari­sjóðs Bol­ung­ar­vík­ur við Spari­sjóð Norð­ur­lands. Stein­grím J. Sig­fús­son skorti laga­heim­ild til að fram­selja eign­ar­hluti rík­is­ins í Ari­on banka og Ís­lands­banka.

Bankasýsla ríkisins: Óeðlileg afskipti ráðuneytisstjóra

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, hafði tvisvar sinnum beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins, árið 2014 í því skyni að reyna að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Auk þess beindi hann tilmælum til Jóns Gunnars um að beita sér fyrir því að fjármálafyrirtækið frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins við frumvarp Bjarna Benediktssonar um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Jón Gunnar mun hafa mótmælt afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki vera í samræmi við lög. Þá mun hann hafa upplýst stjórn stofnunarinnar tafarlaust um afskiptin. 

„Eru afskipti ráðuneytisstjórans einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda. Ætti ráðuneytinu að vera fullkunnugt um þetta, enda er löggjöf um fjármálafyrirtæki á forræði þess,“ segir ennfremur í umsögninni. 

Varðaði óánægju heimamanna á Bolungavík

Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, mun Guðmundur ekki tjá sig sjálfur um afskiptin en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. Þar kemur fram að þegar sameining Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands stóð fyrir dyrum í júlí síðastliðinn var ljóst að óeining var um sameininguna og að hætta væri á að hún myndi ekki ganga eftir vegna óánægju heimamanna í Bolungarvík.

„Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að þessum upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins þannig að leita mætti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar. Ræddi ráðuneytisstjóri í framhaldi af því við bæði þáverandi formann stjórnar Bankasýslu ríkisins og forstjóra stofnunarinnar þar sem þessum áhyggjum og sjónarmiðum var komið á framfæri. Í þeim samtölum kom fram að ef til vill væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. 

Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. 

Ráðherra skorti lagaheimild

Skorti heimild
Skorti heimild Steingrím J. Sigfússon skorti lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í hendur slitabúum föllnu bankanna árið 2009 samkvæmt Bankasýslu ríkisins.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Steingrím J. Sigfússon hafi skort lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í hendur slitabúum föllnu bankanna árið 2009. Í umsögn Bankasýslunnar segir að fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ráðstafað fyrrgreindum eignarhlutum nokkru áður en fjárlög fyrir árið 2010 voru samþykkt. Yfirtaka á umræddum eignarhlutum teljist til ráðstöfunar á eignum ríkisins og því hefði þurft að afla heimildar í fjárlögum. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon við vinnslu fréttarinnar. 

Varhugaverð stefnubreyting

Bankasýsla ríkisins varar ennfremur við frumvarpi Bjarna Benediktssonar í umsögn sinni en samkvæmt því verður Bankasýsla ríkisins lögð niður og eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum færðir undir fjármála- og efnahagsráðherra. „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu. Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um. Er þar með hætt við að hagsmunaárekstrar aukist, umsýslukostnaður hækki, skilvirkni minnki og gagnsæi verði varpað fyrir róða. Virðist veikari umgjörð frumvarpsins að þessu leyti óneitanlega auka hættuna á því að ríkissjóður verði fyrir verulegu fjártjóni og íslenskir skattborgarar beri skertan hlut frá borði,“ segir í umsögninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár