Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bankasýsla ríkisins: Óeðlileg afskipti ráðuneytisstjóra

Guð­mund­ur Árna­son ráðu­neyt­is­stjóri reyndi að hafa áhrif á val á stjórn­ar­for­manni ís­lensks fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur af­skipt­in al­var­leg og ekki í sam­ræmi við lög. Varð­aði sam­ein­ingu Spari­sjóðs Bol­ung­ar­vík­ur við Spari­sjóð Norð­ur­lands. Stein­grím J. Sig­fús­son skorti laga­heim­ild til að fram­selja eign­ar­hluti rík­is­ins í Ari­on banka og Ís­lands­banka.

Bankasýsla ríkisins: Óeðlileg afskipti ráðuneytisstjóra

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, hafði tvisvar sinnum beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins, árið 2014 í því skyni að reyna að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Auk þess beindi hann tilmælum til Jóns Gunnars um að beita sér fyrir því að fjármálafyrirtækið frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins við frumvarp Bjarna Benediktssonar um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Jón Gunnar mun hafa mótmælt afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki vera í samræmi við lög. Þá mun hann hafa upplýst stjórn stofnunarinnar tafarlaust um afskiptin. 

„Eru afskipti ráðuneytisstjórans einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda. Ætti ráðuneytinu að vera fullkunnugt um þetta, enda er löggjöf um fjármálafyrirtæki á forræði þess,“ segir ennfremur í umsögninni. 

Varðaði óánægju heimamanna á Bolungavík

Að sögn Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, mun Guðmundur ekki tjá sig sjálfur um afskiptin en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. Þar kemur fram að þegar sameining Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands stóð fyrir dyrum í júlí síðastliðinn var ljóst að óeining var um sameininguna og að hætta væri á að hún myndi ekki ganga eftir vegna óánægju heimamanna í Bolungarvík.

„Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að þessum upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins þannig að leita mætti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar. Ræddi ráðuneytisstjóri í framhaldi af því við bæði þáverandi formann stjórnar Bankasýslu ríkisins og forstjóra stofnunarinnar þar sem þessum áhyggjum og sjónarmiðum var komið á framfæri. Í þeim samtölum kom fram að ef til vill væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. 

Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. 

Ráðherra skorti lagaheimild

Skorti heimild
Skorti heimild Steingrím J. Sigfússon skorti lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í hendur slitabúum föllnu bankanna árið 2009 samkvæmt Bankasýslu ríkisins.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Steingrím J. Sigfússon hafi skort lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í hendur slitabúum föllnu bankanna árið 2009. Í umsögn Bankasýslunnar segir að fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ráðstafað fyrrgreindum eignarhlutum nokkru áður en fjárlög fyrir árið 2010 voru samþykkt. Yfirtaka á umræddum eignarhlutum teljist til ráðstöfunar á eignum ríkisins og því hefði þurft að afla heimildar í fjárlögum. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon við vinnslu fréttarinnar. 

Varhugaverð stefnubreyting

Bankasýsla ríkisins varar ennfremur við frumvarpi Bjarna Benediktssonar í umsögn sinni en samkvæmt því verður Bankasýsla ríkisins lögð niður og eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum færðir undir fjármála- og efnahagsráðherra. „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu. Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um. Er þar með hætt við að hagsmunaárekstrar aukist, umsýslukostnaður hækki, skilvirkni minnki og gagnsæi verði varpað fyrir róða. Virðist veikari umgjörð frumvarpsins að þessu leyti óneitanlega auka hættuna á því að ríkissjóður verði fyrir verulegu fjártjóni og íslenskir skattborgarar beri skertan hlut frá borði,“ segir í umsögninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár