Ókei, smá fyrirvari. Þótt þessi pistill eigi að heitinu til að snúast um hamingjuna þá vil ég undirstrika strax í upphafi að hann inniheldur alls ekki einhverja galdraformúlu sem kemur til með að leysa öll þín vandamál. Einfaldlega vegna þess að sú formúla er ekki til. Sorrí. Nei, það sem á eftir fer er enginn endanlegur sannleikur, bara handahófskennd heilræði sem þú getur vonandi nýtt þér eða í besta falli haft gaman af.
Stilltu væntingum í hóf
Gerðu þér grein fyrir því að það eru ekki jól alla daga, eins og amma hans Einars Áskels segir. Að það er ekki alltaf stuð. Sumir dagar, vikur, jafnvel ár, geta verið bæði leiðinleg og erfið. En það er alveg í fínu lagi, því eftir skúr kemur skin og þá er galdurinn fólginn í því að kunna að meta góðu stundirnar og reyna að lifa í núinu. Um leið og þú fattar þetta …
Athugasemdir