Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bað þingkonur um að hafa „taumhald á tilfinningum sínum“

Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur fannst orð­færi for­seta ósæm­andi og niðr­andi

Bað þingkonur um að hafa „taumhald á tilfinningum sínum“

„Ég ætla að biðja háttvirta þingmenn um að hafa taumhald á tilfinningum sínum,” sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fimmti varaforseti Alþingis sem annaðist fundarstjórn þegar rætt var um rammaáætlun í kvöld.

Harkalega hefur verið tekist á um fyrirhugaðar breytingar á rammaáætlun og fundarstjórn forseta og stóð þingfundur fram á nótt. Mikið var um framíköll, en ummæli Þorsteins voru viðbrögð við því þegar Katrín Júlíusdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gripu fram í fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur um það leyti sem hún lauk ræðu sinni.

Bjarkey gagnrýndi Þorstein og taldi orð hans óviðeigandi. „Mér finnst það ekki viðeigandi. Og það var þegar framíköll voru hér áðan eins og gjarnan er. Mér finnst verið að tala niður til fólks með því að viðhafa það orðfæri og tel það ekki sæmandi forseta að gera slíkt og ég geri við það athugasemdir,“ sagði hún. 

Þorsteinn tók til máls skömmu síðar. „Það er mjög iðrandi fyrrverandi forseti sem hér stendur í ræðustól og ætlaði sér ekki að vera ónærgætinn í dag og særa tilfinningar þingmanna,“ sagði hann og bætti því við að viðbrögð sín mætti að einhverju leyti skýra með því að samið hefði verið um að framíkalli yrði haldið í lágmarki. „En forseti ítrekar velvirðingu sína á þessu og mun gæta þess að vera ekki svo ónærgætinn næstu daga.“

Sams konar atvik kom upp í fyrra þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, bað Katrínu Júlíusdóttur ítrekað um að „róa sig“ meðan hún flutti ræðu á Alþingi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gagnrýndi þá Bjarna harðlega og sagði hann leyfa sér „það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár