Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bað nefndarmenn afsökunar eftir að frétt Stundarinnar birtist

Óli Björn Kára­son, formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is, greindi ekki frá því að eig­in­kona hans væri fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar hjá Ari­on banka þeg­ar þing­nefnd­in fund­aði með banka­stjór­an­um en baðst af­sök­un­ar eft­ir að Stund­in fjall­aði um tengsl­in.

Bað nefndarmenn afsökunar eftir að frétt Stundarinnar birtist
Baðst afsökunar Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greindi ekki frá tengslum sínum við Arion banka fyrr en eftir að Stundin fjallaði um málið. Mynd: xd.is

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, greindi ekki frá því að eiginkona hans væri framkvæmdarstjóri eignastýringar hjá Arion banka þegar nefndin fundaði með bankastjóra Arion banka og yfirmanni eiginkonu hans miðvikudaginn 22. mars vegna sölunnar á hlut í bankanum til vogunarsjóða. Stundin greindi frá tengslum nefndarformannsins við bankann tveimur dögum síðar og bað þá Óli Björn nefndarmenn afsökunar á að hafa ekki gert grein fyrir tengslunum fyrr. 

Í siðareglum Alþingismanna, sem samþykktar voru í formi þingsályktunar í fyrra, er sérstaklega kveðið á um að þingmenn skuli forðast hagsmunaárekstra. „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá,“ segir í reglunum auk þess sem fram kemur að þingmenn skuli „vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.“ 

Óli Björn hefur ítrekað tjáð sig um málefni Arion banka og lýst þeirri skoðun sinni að kaup vogunarsjóða á þriðjungshlut í bankanum séu af hinu góða. Þá hefur hann varið það að bankinn sé kominn í ógegnsætt eignarhald í gegnum skattaskjól og bent á að það sé „í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum“. Auk þess hefur hann átt samtal við Höskuld Ólafsson bankastjóra sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar og boðað hann á fund nefndarinnar. Eiginkona Óla Björns, Margrét Sveinsdóttir, er einn af æðstu stjórnendum bankans, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá bankanum og hluti af sérstakri framkvæmdastjórn hans ásamt Höskuldi Ólafssyni bankastjóra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár