Evrópska frjálslyndisstefnan sem þróaðist úr Upplýsingunni á átjándu öld skóp ekki aðeins lýðræðisfyrirkomulagið sem við þekkjum á Vesturlöndum heldur líka það opna samfélag þjóða sem enn er í meginatriðum grundvöllur ríkjakerfisins á veraldarvísu. Við tók mesta framfaraskeið mannsins með almennri velsæld á Vesturlöndum sem ekki á sér samsvörun í sögunni. Allar götur síðan hefur það verið meira og minna samdóma álit manna að frjálslynt lýðræði sé affarsælasta þjóðskipulag sem völ er á, þótt á því finnist vitaskuld fjöldi ágalla eins og dæmin sanna. Hin pólitíkska deila á Vesturlöndum hefur því yfirleitt ekki verið um gildi hins frjálslynda lýðræðis sem slíks, heldur um það hvernig haga skuli málum innan þess, einkum hefur verið togast á um hlut hins opinbera og einkaaðila í rekstri og þjónustu ýmiss konar, en sjaldan um sjálfan grundvöllinn. Hann hefur sem sé mestan part verið óumdeildur.
Undantekningar
Á því hafa samt verið fáeinar alvarlegar undantekningar, sumar raunar …
Athugasemdir