Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hert að frjálslyndu lýðræði á Vesturlöndum

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, rýn­ir í að­för­ina að hinu evr­ópska frjáls­lyndi sem einkum birt­ist í mynd þjóð­ern­ispo­púliskra flokka sem ásamt al­ræðisöfl­um í austri þrengja að vest­rænu lýð­ræði. 

Hert að frjálslyndu lýðræði á Vesturlöndum
Hægri þjóðernissinnar hittast Marine Le Pen frá frönsku Þjóðfylkingunni og Matteo Salvini, leiðtogi Norðurbandalagsins á Ítalíu, hittast á fundi hægri þjóðernisflokka. Mynd: Shutterstock

Evrópska frjálslyndisstefnan sem þróaðist úr Upplýsingunni á átjándu öld skóp ekki aðeins lýðræðisfyrirkomulagið sem við þekkjum á Vesturlöndum heldur líka það opna samfélag þjóða sem enn er í meginatriðum grundvöllur ríkjakerfisins á veraldarvísu. Við tók mesta framfaraskeið mannsins með almennri velsæld á Vesturlöndum sem ekki á sér samsvörun í sögunni. Allar götur síðan hefur það verið meira og minna samdóma álit manna að frjálslynt lýðræði sé affarsælasta þjóðskipulag sem völ er á, þótt á því finnist vitaskuld fjöldi ágalla eins og dæmin sanna. Hin pólitíkska deila á Vesturlöndum hefur því yfirleitt ekki verið um gildi hins frjálslynda lýðræðis sem slíks, heldur um það hvernig haga skuli málum innan þess, einkum hefur verið togast á um hlut hins opinbera og einkaaðila í rekstri og þjónustu ýmiss konar, en sjaldan um sjálfan grundvöllinn. Hann hefur sem sé mestan part verið óumdeildur. 

Undantekningar 

Á því hafa samt verið fáeinar alvarlegar undantekningar, sumar raunar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár