Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjáðu texta úr ritgerð sem átti að innihalda ritstuld

Stund­in hef­ur und­ir hönd­um tvær BA-rit­gerð­ir. Voru uppi ásak­an­ir um að í ann­arri rit­gerð­inni væri ritstuld­ur úr hinni. Frétta­blað­ið grein­ir frá því að mál­ið hafi ver­ið lát­ið nið­ur falla. Hér get­ur þú séð text­ana og bor­ið þá sam­an.

Sjáðu texta úr ritgerð sem átti að innihalda ritstuld

Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, Runólfur Smári Steinþórsson, hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna meints ritstulds innan deildarinnar. Málið kom upp á dögunum. Talið var að í BA-ritgerð frá árinu 2013 mætti finna ritstuld úr ritgerð frá árinu 2011. Ritgerðirnar fjölluðu báðar um markaðssetningu íslenska hestsins á erlendri grundu. Sömuleiðis var leiðbeinandinn í báðum tilvikum Þórður Sverrisson.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var málið látið niður falla þar sem ekki var litið á keimlíkar setningar sem hugverk höfundar fyrri ritgerðarinnar, þar sem hann var að vitna í erlendar rannsóknir. „Meintur ritstuldur var ekki staðferstur með ótvíræðum hætti,“ sagði Runólfur í samtali við Fréttablaðið.

Stundin hefur báðar ritgerðirnar undir höndum og birtir hér á eftir brot úr textanum sem kvartað var undan til Háskóla Íslands.

Verkfæri markaðsfræðinnar

Inngangur ritgerðarinnar sem var skrifuð árið 2011 hefst svona: „Eins og leiðbeinandi þessarar ritgerðar benti höfundi á, má líta á markaðsfræði sem verkfærakistu, kistu sem hefur að geyma ýmis tæki og tól sem nota má af kostgæfni, allt eftir því hvað hentar vörunni eða þjónustunni sem skal markaðssetja.“

Í seinni ritgerðinni er þetta orðað svona: „Í þessari ritgerð er leitast við að að skoða hvort seljendur íslenska hestsins séu að nýta sér verkfæri markaðsfræðinnar og hvað mætti betur fara í markaðssetningu hestsins erlendis sem og hérlendis.“

„Óbeinar dreifileiðir“

Í kafla um dreifileiðir á íslenska hestinum segir í fyrri ritgerðinni: „Beinar dreifileiðir hafa þá kosti að fyrirtækið hefur fullkomna stjórn á verði vörunnar og tengsl milli viðskiptavina og fyrirtækisins er meira. Aftur á móti geta óbeinar dreifileiðir aukið verðmæti vörumerkisins  með því að gera vöruna aðgengilegri og dreift áhættu.“ Er þar vitnað í bókina Principles of Marketing frá árinu 1999.

Í seinni ritgerðinni er þetta textabrot að finna í kaflanum vettvangur: „Helstu kostir beinna dreifileiða er að fyrirtækið hefur sjálft stjórn á verðlagi vöru og tenging milli fyrirtækis og viðskiptavina er meiri. Óbeinar dreifileiðir geta aftur á móti eflt verðmæti vörumerkis með því að gera vöru aðgengilega og að dreifa áhættunni.“ Tilvitnunin er í sömu bók og áður, nema hvað notast við nýrri útgáfu frá árinu 2008.

Áþekkur texti

Örlítið neðar í sömu köflum má finna texta sem er keimlíkur í báðum ritgerðum, textinn er nánast orðrétt sá sami: „Dreifileið íslenska hestsins er bæði bein og óbein. Hún er bein vegna þess að útflutningsaðilar eiga í nánum samskiptum við viðskiptavininn, bæði fyrir og eftir að hesturinn er kominn til viðskiptavinarins en þar sem Icelandair Cargo kemur vörunni til skila yfir hafið þá telst dreifileiðin einnig óbein,“ segir í fyrri ritgerðinni.

„Segja má að dreifileiðir íslenska hestsins séu bæði beinar og óbeinar þar sem útflutningsaðilar eiga náin samskipti við viðskiptavini, jafnt fyrir og eftir að hestur er kominn á áfangastað en óbeinar vegna þess að Icelandair Cargo kemur hestinum á áfangastað,“ segir í þeirri seinni.

Svipuð þýðing

Loks má finna áþekka upptalningu á eiginleikum sem ákvarða vöru í báðum ritgerðum. Þegar textinn er skoðaður má telja líklegt að stuðst hafi verið við þýðingu í fyrri ritgerðinni þegar seinni ritgerðin var skrifuð, þótt ekki sé hægt að fullyrða það. Í heimildaskrá seinni ritgerðarinnar er ekki vísað í fyrri ritgerðina. Í upptalningunni sem hér fer á eftir er í báðum tilvikum vitnað í fyrrnefnda bók um markaðsfræði.

Fyrri ritgerð:

„1. Eiginleikar. Varan þarf að hafa ákveðna eiginleika til þess að skapa ávinning.

2. Vörumerki (e. branding).  Vörumerkið er notað til þess að aðgreina vöruna frá vöru samkeppnisaðila og er verðmætasta eign fyrirtækis. Þegar vörumerki er búið til þarf að hafa í huga ýmis atriði. Atriði eins og hvert einkenni vörumerkisins á að vera, fyrir hvað það skuli standa og hvort vörumerkið kalli fram jákvæð viðbrögð í hugum neytenda.

3. Pakkningar. Pakkningar auka virði vörunnar með því að vernda innihaldið. Aðlaðandi umbúðir hvetja einnig til kaupa.

4. Merkingar. Merkingar sýna innihald og aðrar mikilvægar upplýsingar um vöruna.

5. Stuðningur. Með stuðningi er t.d. átt við eftirþjónustu og viðgerðarþjónustu.“

Seinni ritgerð:

„1. Eiginleikar, en vara verður að skapa ávinning með ákveðnum eiginleikum sínum.

2. Vörumerki er notað til þess að sundurgreina vöru fyrirtækis frá þeirri vöru sem samkeppnisaðilinn býður og er verðmætasta eign fyrirtækisins, atriði eins og hvert sérkenni vörumerkis á að vera, hvort það kalli fram jákvæð viðbrögð í hugum neytenda, og fyrir hvað það skuli standa, eru atriði sem þarf að hafa í huga þegar vörumerki er búið til.

3. Pakkningar auka virði vöru með því að varðveita innhaldið.

4. Merkingar sem sýna innhald og þær upplýsingar um vöruna sem taldar eru mikilvægar.

5. Stuðningur, en þá er átt við eftirþjónustu og viðgerðir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár