Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista

Hinn um­deildi mið­ill Út­varp Saga hef­ur reglu­lega ver­ið í fjöl­miðl­um að und­an­förnu vegna þess sem fjöl­marg­ir kalla hat­ursum­ræðu og ras­isma. Í gær gagn­rýndi leik­ar­inn Stefán Karl Stef­áns­son eig­anda út­varp­stöðv­ar­inn­ar, Arn­þrúði Karls­dótt­ur vegna um­mæla henn­ar og eft­ir­hermu um Ind­verja. Í dag kall­ar út­varps­stýr­an þá sem gagn­rýna hana sýru­hausa sem hafa eyðilagt líf sitt vegna neyslu fíkni­efna.

Arnþrúður kallar þá sem gagnrýna hana sýruhausa og gamla dópista
Í hár saman Stefán Karl er engan veginn sáttur við það sem hann kallar rasisma hjá Útvarpi Sögu. Arnþrúður segir sig og útvarpsstöðina þó ekki vera á móti útlendingum heldur á móti glæpagengjum. Mynd: Pressphotos

Útvarpsstýran Arnþrúður Karlsdóttir sakaði gagnrýnendur sína á Útvarpi Sögu í morgun um að vera „dópistar sem eru búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu“, en hún hefur verið gagnrýnd fyrir fordómafull ummæli á útvarpsstöðinni.

Það gekk mikið á í símatíma Útvarps Sögu í morgun þegar útvarpsstýran sjálf, Arnþrúður Karlsdóttir, mætti í stúdíó ásamt kollega sínum Pétri Gunnlaugssyni. Stundin greindi frá því í gær að leikaranum og skemmtikraftinum Stefáni Karli Stefánssyni blöskraði umræða þáttastjórnenda um TiSA-samninginn í gær en við það tilefni lék Arnþrúður Indverja og lét út úr sér orðin „Curry, curry, curry.“

Í sömu andrá gaf Pétur það í skyn að hingað til lands gætu komið Indverjar og sett á laggirnar „karríverksmiðju“ sem myndi þýða flutning á þúsundum Indverja hingað til lands.

„Mér blöskraði að heyra þetta. Ég hlusta mikið á útvarp en þó sjaldnast á Útvarp Sögu og er það af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna þess að hatursumræða táfýlusokka samfélagsins er ekki mjög uppbyggileg og sjaldnast málefnaleg,“ sagði Stefán Karl meðal annars í gær í samtali við Stundina.

Segist ekki á móti útlendingum

Í dag hélt umræðan áfram og þá aðallega um fréttaflutning Stundarinnar og þá sem hafa kosið að tjá sig um útvarpsstöðina í frétta- og samfélagsmiðlum. Arnþrúður og Pétur undirstrikuðu skoðun sína á TiSA-samningnum og aftur tók útvarpsstýran sig til og lék Indverja með orðunum „Curry, curry, curry“ áður en þau hlógu bæði tvö.  Þrátt fyrir það telur Arnþrúður á sig og stöðina hallað í umræðunni og segir Útvarp Sögu ekki vera á móti útlendingum heldur einungis á móti glæpagengjunum sem þeim fylgja hingað til lands.

„Þetta eru dópistar, gamlir dópistar, nýir dópistar og búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu“

„Það er þetta sem er að gerast, það eru glæpagengin. Ég er að meina lögreglan í Svíþjóð, hún getur ekki starfrækt heilu hverfin víðsvegar um Svíþjóð út af ógn,“ sagði Arnþrúður í morgun áður en kollegi hennar, Pétur Gunnlaugsson, greip orðið og hélt áfram: „Í Svíþjóð eru 55 hverfi, þau eru kölluð no go zones og þar er engin regluleg löggæsla og glæpagengin stjórna hverfunum. Þetta er ekki eitthvað sem við erum að segja hér og búa til. Þetta er veruleikinn.“

Gagnrýnendur hafa eyðilagt líf sitt með óreglu

Arnþrúður var sammála kollega sínum og vísaði gagnrýni á sig og útvarpsstöðina til föðurhúsanna með þessum orðum: „Þetta eru staðreyndir og það er eins og það megi ekki tala um það. Og ég verð nú að segja það við suma þessa sýruhausa sem eru þarna úti að rakka fólk niður og kalla það rasista og annað, að þetta eru dópistar, gamlir dópistar, nýir dópistar og búnir að eyðileggja líf sitt á óreglu og svo fá þeir útrás á vefsíðum og inni á netsíðunum alveg hægri vinstri og eru reiðir og argir út í allt og alla.“

Pétur: „Þú meinar þeir vilja hafa þetta eins og í Svíþjóð, no go zones?“

Arnþrúður: „Jájá. Meðan þeir fá dópið sitt þá er það í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár