Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Árni Páll segir frá mistökum Samfylkingarinnar

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar út­list­ar „sam­eig­in­leg mis­tök“ flokks­ins á sama tíma og hann er gagn­rýnd­ur fyr­ir sögu­lega lé­legt fylgi. Hann við­ur­kenn­ir að það hafi ver­ið mis­tök að reyna um of að fá fólk til að borga skuld­irn­ar sín­ar „í stað þess að taka stöðu með fólki gegn fjár­mála­kerfi“.

Árni Páll segir frá mistökum Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason, sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir slæma stöðu Samfylkingarinnar, listar upp sameiginleg mistök flokksmanna í bréfi sem hann sendi flokksmönnum fyrir stundu.

Fylgi við Samfylkinguna hefur aldrei mælst minna en undanfarið. Það mældist 9,2% í könnun Gallup í byrjun mánaðar. Árni Páll segist vilja samtal um sameiginleg mistök, en samkvæmt upptalningunni gerði flokkurinn mistök í flestum þeim stóru málum sem hann kom að í ríkisstjórn. Meðal annars hafi það verið mistök að þrýsta á of skuldsett fólk að borga skuldirnar sínar, í stað þess að taka afstöðu með því gegn fjármálastofnunum:

Upptalning á mistökum flokksins

„Flest okkar mistök fólust í því sama: Að ganga grónu kerfi á hönd án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Flokkurinn sem var stofnaður um ný vinnubrögð, íbúalýðræði og almannarétt lokaði að sér og forðaðist samtal og neitaði þjóðinni um aðkomu að stórum ákvörðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjarninn okkar: Við misstum það nána samband sem við höfðum haft við verkalýðshreyfinguna og talsambandið við atvinnulífið.

Icesave: Við studdum samning um Icesave sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mæltum gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hann.

Aðildarumsóknin: Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknarferlið.

Skuldir heimilanna: Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi.

Fiskveiðistjórnunin: Við lofuðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi en týndum okkur í langvinnum samningum fyrir luktum dyrum við samstarfsflokkinn um útfærslur á breytingum, sem strönduðu svo hver á eftir annarri. Þess í stað hefðum við sem lýðræðisflokkur átt að leita til almennings um stuðning í glímunni við sérhagsmunaöflin.

Stjórnarskráin: Við höfðum forgöngu um stjórnarskrárbreytingar, en drógum það alltof lengi að áfangaskipta verkefninu til að koma mikilvægustu breytingunum í höfn. Ég tók um síðir af skarið, en í stað þess að samtalið væri lifandi og allt uppi á borðum var upplifun fólks sú að ég hefði brugðist og fórnað málinu og allt hefði klúðrast.“

Sameiginleg ábyrgð

Þá segir Árni Páll að ræða þurfi þessi mistök Samfylkingarinnar og axla „sameiginlega ábyrgð á sameiginlegum mistökum“:

„Þetta allt þarf að ræða til að hreinsa loftið, jafnt mín verk og allra annarra. Í þeirri umræðu mega ekki vera nein tabú eða helg vé. Markmiðið er ekki að finna sökudólg, heldur að axla sameiginlega ábyrgð á sameiginlegum mistökum, svo þjóðin viti að við höfum lært af þeim og að kjósendur geti óhræddir treyst Samfylkingunni fyrir atkvæði sínu á nýjan leik. Við þurfum saman að senda skýrt þau skilaboð að við munum ekki fara aftur í ríkisstjórn án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar,“ segir Árni Páll í bréfinu.

Formannskjöri flýtt

Nýverið samþykkti framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar að flýta formannskjöri til 4. júní. Í síðasta formannskjöri, fyrir tæpu ári síðan, sigraði Árni Páll naumlega þegar hann fékk einu atkvæði meira en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, mótframbjóðandi hans.

Árni Páll hefur fengið stuðning úr óvæntri átt. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók sama pólinn í hæðina og Árni Páll sjálfur þegar hann sagði að vandi Samfylkingarinnar fælist ekki í formanninum heldur stefnu flokksins. „Samfylkingin virðist hafa misst tengslin við umbjóðendur sína – fólkið í landinu, alþýðuna. Fólkið finnur ekki samhljóm með stefnu flokksins. Áherslan á ESB aðildina er dýrkeypt. Kannski þarf að leita lausna innan flokksins, frekar en að horfa bara á formanninn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár