Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Allur skipafloti Eimskips skráður í skattaskjóli

An­tíg­úa og Barbúda í kar­ab­íska haf­inu er fyr­ir­heitna land­ið fyr­ir skipa­fé­lög sem kjósa að sigla und­ir „hentifána.“ Það þýð­ir ein­fald­lega lægri skatt­ar og minna eft­ir­lit en eyj­urn­ar eru á svört­um lista Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna yf­ir skatta­skjól.

Allur skipafloti Eimskips skráður í skattaskjóli
Í skattaskjóli Öll skip Eimskipafélagsins eru skráð í löndum sem eru á svörtum lista bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna yfir skattaskjól nema eitt, Herjólfur. Það er skráð á Íslandi.

Eimskipafélag Íslands, elsta skipafélag landsins sem stofnað var 17. janúar árið 1914, á aðeins eitt skráð skip í íslensku skipaskránni. Það er farþegaskipið Herjólfur. Í heildina á Eimskip fimmtán skip en þrettán þeirra eru skráð í Antígúa og Barbúda í karabíska hafinu en eyjurnar eru á svörtum lista Evrópusambandsins yfir skattaskjól. Þá er eitt þeirra skráð á Gíbraltar sem einnig er á lista Evrópusambandsins. Bandaríkjamenn hafa einnig sett bæði löndin á svartan lista.

Um er að ræða skipin Brúarfoss, Selfoss, Dettifoss, Goðafoss, Reykjafoss, Lagarfoss, Skógafoss, Laxfoss, Hólmfoss, Viðfoss, Stigfoss, Langfoss, Svartfoss og Polfoss.

„Þar með var Kjell-Atle Fredheim og aðrir erlendir starfsmenn Eimskips dæmdir réttindalausir í heimalandinu.“

Antígúa og Barbúda bjóða upp á það sem er kallað „hentifáni“ eða „flag of convenience“ en það þýðir einfaldlega að skipin borga miklu minni skatt en ef þau væru til dæmis skráð hér á landi. Slíkum skráningum hefur verið mótmælt víða um heim en rök þeirra sem stunda þetta eru á þann veg að öðruvísi væru skipafélögin ekki samkeppnishæf. Þá hefur starfsmönnum þessara skipa einnig reynst erfitt að sækja rétt sinn gagnvart skipafélögunum ef þeir telja á sér brotið þar sem lagaumhverfið í Antígúa og Barbúda er nánast sérsniðið að þörfum skipafélaganna sem telja hagsmunum sínum betur borgið í karabíska hafinu heldur en til dæmis á Íslandi.

Norsk lög vernduðu ekki Norðmanninn
Norsk lög vernduðu ekki Norðmanninn Kjell-Atle Fredheim er fyrrum starfsmaður Eimskips í Noregi. Réttindi hans féllu á milli skips og bryggju þar sem farskip Eimskips þar í landi sigldi undir fána Antígva og Borbúda.

Réttindi sjómannsins féllu milli skips og bryggju

Þar er elsta skipafélag okkar Íslendinga enginn undantekning eins og Norðmaður einn komst að á dögunum. Kjell-Atle Fredheim var starfsmaður Eimskips í Noregi en sagt upp árið 2014. Hann taldi forsendur uppsagnarinnar stangast á við norsk lög og var norska Skipstjóra og stýrimannafélagið honum sammála. Við tóku málaferli Kjell-Atle Fredheim gegn Eimskip í Noregi en málið velktist um í réttarkerfinu í rúm tvö ár þar til niðurstaða fékkst í Hæstarétti Noregs í síðasta mánuði. Uppsögnin sjálf var hinsvegar ekki fyrir dómi heldur einfaldlega deilurnar um hvort hægt væri að dæma í því yfir höfuð samkvæmt norskum lögum.

„...þar gildir svokallaður „tonnage“ skattur en ekki tekjur skipsins sem væri annars grundvöllurinn fyrir skattlagningu á þeim.“

Lögmaður Eimskips í Noregi, Jan Vablum, hélt því fram fyrir hönd skjólstæðings síns að ekki væri hægt að dæma í málinu samkvæmt norskum lögum þar sem farskipið hefði verið skráð í Antígúa og Barbúda. Þessu var norska Skipstjóra og stýrimannafélagið ósammála. Hæstiréttur felldi dóm sinn og viti menn; dómurinn vildi ekki taka efnislega afstöðu til málsins þar sem það sigldi undir hentifána í Antígúa og Barbúda. Þar með voru Kjell-Atle Fredheim og aðrir erlendir starfsmenn Eimskips dæmdir réttlausir í heimalandinu.

Snýst allt um samkeppnishæfni fyrirtækisins

„Norska ríkisstjórnin getur ekki setið aðgerðarlaus og horft upp á norska atvinnurekendur skrá skip sín á karabískum eyjum með einu pennastriki og komast þannig hjá lögum og leikreglum sem við höfum byggt upp í Noregi síðastliðin hundrað ár,“ segir Hans Sande, forsvari norska Skipstjóra- og stýrimannafélagsins í viðtali við norska miðilinn Dagens Næringsliv.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir niðurstöðuna þó ekki hafa áhrif á réttindi íslenskra starfsmanna Eimskips þar sem það komi fram í ráðningarsamningum þeirra að varnarþingið sé Héraðsdómur Reykjavíkur. Hvað skattaskjólin varðar þá segir Ólafur William að þetta snúist allt um samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Upplýsingafulltrúi Eimskips
Upplýsingafulltrúi Eimskips Ólafur William Hand segir að skipafélagið verði að fá að spila eftir sömu leikreglum og önnur skipafélög því annars verður það ekki samkeppnishæft.

Vilja frekar greiða skatt af flutningsgetu en tekjum

„Skip eru skráð á stöðum þar sem hentugt er að skráð þau. Ástæðan fyrir skráningu í þessum svokölluðu „hentifánalöndum“ er sú að það er hentugra fyrir skipafélögin að reka skipin þar því þar gildir svokallaður „tonnage“ skattur en ekki tekjur skipsins sem væru annars grundvöllurinn fyrir skattlagningu á þeim,“ segir Ólafur William en „tonnage“-skattur þýðir í raun og veru að skipafélögin borga skatt miðað við flutningsgetu.

„Það væri að sjálfsögðu gaman að
sjá skipin okkar sigla inn Faxaflóann
undir íslenskum fána“

„Skipin eru skráð þar vegna þess að það eru flest ef ekki öll skipafélög í heiminum skráð á þessum stöðum og það þýðir það að ef við færum að skrá skipin okkar á Íslandi til dæmis þá værum við ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli.“

Af því að þið þyrftuð að borga meira í skatt?

„Af því við þyrftum að borga meira í skatt? Það skiptir í raun og veru ekki máli hvað það sner...“

...það hlýtur væntanlega að tengjast þessari samkeppnisstöðu ykkar? Ferðirnar verða þá væntalega dýrari?

„Til þess að geta verið á jafnréttisgrundvelli í rekstrinum og þjónustað Ísland með vörur eins og tugir erlendra skipafélaga gera sem sigla til Íslands þá þurfum við að spila á sama leikvelli og önnur félög. Ef við gerum það ekki þá erum við bara hærri í verði og verðlagningu í flutningum heldur en hin skipafélögin og þar af leiðandi með tímanum náttúrulega skekkist samkeppnisstaða skipafélagsins. Eimskipafélagið er alþjóðlegt skipafélag og okkar markaðssvæði er Norður-Atlantshafið og við erum að spila á þeim markaði og spilum eftir þeim leikreglum sem eru þar og menn sinna þessu bara af heilindum,“ segir Ólafur William sem vill að það komi fram að Eimskipafélagið hafi að undanförnum árum reynt að fá lögum breytt hér á landi sem auðvelda skráningu skipa á Íslandi.

Minni skattar, meiri samkeppni
Minni skattar, meiri samkeppni Eimskipafélagið á, samkvæmt vefsíðu félagsins, fimmtán skip.

Vilja sjá íslensku skipin sigla undir íslenskum fána

„Það er mikilvægt að menn átti sig á því að við erum að keppa á þessum alþjóðlega siglingamarkaði og erum bara á sama leikvelli og þessi stóru félög annars staðar og ef íslenskum skipafélögum eru sett önnur skilyrði í rekstri sínum þá verða félögin bara ekki samkeppnishæf. Það er okkar ósk og okkar draumur að íslensk farskip verði skráð á Íslandi. Eimskipafélagið hefur í mörg ár verið að skoða þessi mál og verið að minnast á þessi mál við ráðamenn og aðra er að þeim koma. Það er okkur mikilvægt að stjórnvöld og ráðamenn þjóðarinnar finni leiðir og skoði það af alvöru að gera okkur kleift að skrá þau á Íslandi. Það væri að sjálfsögðu gaman að sjá skipin okkar sigla inn Faxaflóann undir íslenskum fána. Það stendur ekki á okkur að skrá þau hér ef leikreglurnar eru þær sömu og önnur skipafélög þyrftu að leika samkvæmt,“ segir Ólafur William.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár