Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Allt í puttunum og engar uppskriftir

Jó­hann­es Bragi Bjarna­son, bet­ur þekkt­ur sem Jói B., seg­ir frá matn­um sem hann elsk­ar að borða en ekki síð­ur að bera á borð fyr­ir aðra.

Allt í puttunum og engar uppskriftir
Jói B. Hann smakkaði pitsu í fyrsta sinn á Dairy Queen á Hjarðarhaganum í kringum 1980. Hann varð ekki fyrir eins mikilli matarupplifun aftur fyrr en hann prófaði að grilla pitsu sjálfur nokkuð mörgum árum síðar. Mynd: Garðar Pétursson

Flestir sem þekkja Jóa B. hafa á honum djúpa matarást, enda veit hann sjálfur fátt meira gefandi en að seðja svanga munna. Hann vílar ekki fyrir sér að slá upp matarveislum fyrir tugi gesta, sem vinnufélagar hans, kunningjar og vinir hafa notið góðs af í gegnum tíðina. Oftar en ekki er kjöt í réttunum hans Jóa. Ekki það að hann borði ekki fisk og grænmeti. Honum finnst bara ekkert skemmtilegt að elda það sjálfur.

1. Saltkjöt í karrí

Sprengidagur rennur ekki upp hjá mér nema ég fái saltkjöt í karrí. Það fékk ég bæði hjá ömmu minni og mömmu, þegar ég var strákur. Ég fæ þetta enn þá stundum hjá mömmu og reyni að gera þetta sjálfur þegar hennar nýtur ekki við. Það er nú samt ekki nema svona tvisvar á ári sem maður leyfir sér þennan unað, enda er þetta einn af fáum réttum sem ég get borðað mig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár