Flestir sem þekkja Jóa B. hafa á honum djúpa matarást, enda veit hann sjálfur fátt meira gefandi en að seðja svanga munna. Hann vílar ekki fyrir sér að slá upp matarveislum fyrir tugi gesta, sem vinnufélagar hans, kunningjar og vinir hafa notið góðs af í gegnum tíðina. Oftar en ekki er kjöt í réttunum hans Jóa. Ekki það að hann borði ekki fisk og grænmeti. Honum finnst bara ekkert skemmtilegt að elda það sjálfur.
1. Saltkjöt í karrí
Sprengidagur rennur ekki upp hjá mér nema ég fái saltkjöt í karrí. Það fékk ég bæði hjá ömmu minni og mömmu, þegar ég var strákur. Ég fæ þetta enn þá stundum hjá mömmu og reyni að gera þetta sjálfur þegar hennar nýtur ekki við. Það er nú samt ekki nema svona tvisvar á ári sem maður leyfir sér þennan unað, enda er þetta einn af fáum réttum sem ég get borðað mig …
Athugasemdir