Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag: Þingmenn hafa hækkað mun meira en almenningur

Kjara­ráð ákvað á kjör­dag að hækka laun þing­manna um 45 pró­sent. Þing­menn hafa hækk­að um 75 pró­sent í laun­um á sama tíma og al­menn laun hafa hækk­að um að­eins 29 pró­sent. Á tíu ár­um hafa þing­menn hækk­að rúm­lega 28 pró­sentu­stig­um meira en al­menn­ing­ur.

Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag: Þingmenn hafa hækkað mun meira en almenningur

Laun alþingismanna verða 1,1 milljón króna á mánuði eftir að kjararáð ákvað að hækka þau um 45 prósent síðastliðinn laugardag, sama dag og Íslendingar gengu til kosninga. Ákvörðunin var hins vegar tilkynnt í dag.

Laun þingmanna hækka um 338 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði.

Þá verða laun forseta Íslands og forsætisráðherra hækkuð um jafngildi tvöfaldra lágmarkslauna. Forsetinn fer úr tæpum 2,5 milljónum króna í þrjár milljónir króna á mánuði og forsætisráðherra úr tæpum 1,5 milljónum króna í rúmar tvær milljónir.

Kjararáð, sem hækkar laun þingmanna, er skipað af Alþingi sjálfu að meirihluta. Formaður ráðsins er lögmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, sem flokkurinn skipaði einnig stjórnarformann Landsvirkjunar, og varaformaður er Óskar Bergsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Laun þingmanna hækka meira en almennings

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár