Laun alþingismanna verða 1,1 milljón króna á mánuði eftir að kjararáð ákvað að hækka þau um 45 prósent síðastliðinn laugardag, sama dag og Íslendingar gengu til kosninga. Ákvörðunin var hins vegar tilkynnt í dag.
Laun þingmanna hækka um 338 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði.
Þá verða laun forseta Íslands og forsætisráðherra hækkuð um jafngildi tvöfaldra lágmarkslauna. Forsetinn fer úr tæpum 2,5 milljónum króna í þrjár milljónir króna á mánuði og forsætisráðherra úr tæpum 1,5 milljónum króna í rúmar tvær milljónir.
Kjararáð, sem hækkar laun þingmanna, er skipað af Alþingi sjálfu að meirihluta. Formaður ráðsins er lögmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, sem flokkurinn skipaði einnig stjórnarformann Landsvirkjunar, og varaformaður er Óskar Bergsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Laun þingmanna hækka meira en almennings
Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á …
Athugasemdir