Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Afhjúpaði framkomu stjúpmóður sinnar á Facebook

Mennta­skóla­stúlka frá Ak­ur­eyri birti sam­skipti sín við stjúp­móð­ur sína á Face­book. Stjúp­móð­ir­in kall­ar hana með­al ann­ars „svín­feita“ og seg­ist vilja hjálpa henni að láta sérsauma út­skrift­ar­kjól vegna of­þyngd­ar.

Afhjúpaði framkomu stjúpmóður sinnar á Facebook
Andlegt niðurbrot Stjúpmóðir stúlkunnar virðist skipulega brjóta hana niður. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Rúmlega tvítug stúlka frá Akureyri greip til þess ráðs um helgina að birta samskipti sín við stjúpmóður sína á Facebook. Samtalið, sem snerist um útskrift stúlkunnar úr menntaskóla, umhverfðist að mestu um áliti stjúpmóðurinnar á holdarfar hennar. Að sögn móður stúlkunnar hefur stjúpmóðirin stundað slíka framkomu árum saman.

„Hæ, ertu búin að finna þér eitthvað til að vera í við útskriftina?“ spyr stjúpmóðirin í Facebook-skilaboðum til stjúpdóttur sinnar, sem stóð frammi fyrir því að útskrifast úr menntaskóla. „[Faðir stúlkunnar] var að tala um við mig að hann hefði áhyggjur af þessu, sko. Þú værir búin að bæta svo miklu á þig, sagði hann… Fullt af góðum saumakonum sem geta reddað þér. Vonandi finnur þú eitthvað, vina, erfitt að vera svona stutt og feit. Allavega vona ég það besta þín vegna, maður útskrifast bara einu sinni úr VMA [Verkmenntaskólanum á Akureyri]“.

Ertu að spá í að fara beint á bætur?

Í kjölfarið spyr hún stjúpdóttur sína út í það hvað hún vilja læra í háskóla. „Væri kannski bara sniðugt að sækja um hlutlaust nám til að byrja með, s.s. nútímafræði er í raun fyrir þá sem vita ekkert í sinn haus og geta þá valið áfram. Bara svona þankagangar hjá mér og [föður þínum], sko, þannig að þú fáir tækifæri til að mennta þig frekar í stað láglaunastarfa :) ... Eða ertu kannski bara að spá í að fara beint á bætur? Gaman að fá að fylgjast með, margir að spyrja mig en ég veit svo lítið annað en þú býrð hjá pabba þínum sem er enn eina meðferðina á Vogi og fleira. 
Leiðinlegt fyrir þig að passa ekki í neitt og svona. 
Dulluvorkenni þér.
Elskan, segðu nú eitthvað :)“

„Hann var að sýna mér nýlegar myndir og benda mér á að þú værir orðin alveg svínfeit“

Sjúpmóðirin heldur síðan áfram að viðra áhyggjur sínar. „[Faðir þinn] hefur svo miklar áhyggjur af því að þú passir ekki í neitt vegna offitu. Hann var að sýna mér nýlegar myndir og benda mér á að þú værir orðin alveg svínfeit, hehehe, hvaða vit hefur hann á því?“

Eftir að hafa fengið svar frá þriðja aðila, sem svarar í nafni stúlkunnar, reynir stjúpmóðirin að útskýra að hún hafi verið að reyna að gleðja stúlkuna með samskiptunum. „Ég veit alveg hvernig er að fá ekki mikið á sig vegna fitu. Langaði þá bara að hún léti sauma á sig svo hún yrði glöð á útskriftardaginn. Hún er búin að bíða svo lengi eftir honum, fattarðu? Alls ekki illa meint, sko. Bara það sem við hjónin [stjúpmóðirin og faðirinn] ræddum um. Svo ég ákvað að tékka.“

Segist reyna að hjálpa henni

Þegar sjúpmóðirin fær beiðni um að hætta með þeim orðum að þetta sé dónaskapur skirrist hún við. „Ha, nú, ókei. Ég skal ekki segja meira. Má aldrei reyna að leiðbeina henni? Ókei. Ekkert mál. Segi [föður stúlkunnar] það. Hann er með áhyggjur, ekki ég. Síðan hvenær er dónaskapur að reyna að hjálpa, sérstaklega þar sem hún er sennilega ekki að fá neitt staðlað á sig?“

Færslu stúlkunnar á Facebook hefur verið deilt tæplega þúsund sinnum.

Eftir að samskiptin eiga sér stað biðst stúlkan undan því að stjúpmóðir hennar mæti í útskriftarveisluna. „Þú getur komið eftir að ég er farin. Ég hef ekki áhuga á að hitta þig miðað við hvernig þú kemur fram við mig.“

„Ókei, þá kemur [faðirinn], ef ég fæ hann til þess. Hann vill hafa mig með, sorry. Hvað verður þú með langa viðveru? Þú getur líka bara bannað mér að koma, það er týpískt þú.“

„Ég hef meira að segja farið með viðbjóðsleg skilaboð frá henni til [dóttur minnar] til lögreglunnar“

Að sögn móður stúlkunnar hefur hún oft gagnrýnt stjúpmóðurina fyrir framkomu hennar í garð dótturinnar. „Ég hef meira að segja farið með viðbjóðsleg skilaboð frá henni til [dóttur minnar] til lögreglunnar og látið bóka þau. Þá var dóttir mín 15 ára. Svona hefur þetta verið í mörg ár.“

 

 

Okei þar sem einhver reportaði póstinn sem ég setti inn fyrr í kvöld set ég hann inn aftur.

Posted by Hólmfríður Brynja Heimisdóttir on Friday, May 15, 2015

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár