Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára setur tekjuöflun ríkissjóðs skorður með fyrirkomulagi sem er „sérlega bagalegt“ og ýtir undir hagsveiflur, að mati Seðlabankans.
Í fjármálaáætluninni er kveðið á um að tekjur ríkisins, það er skatttekjur og annað en vaxtatekjur og óreglulegir liðir, skuli ekki aukast umfram vöxt vergrar landsframleiðslu á tímabilinu 2017 til 2021.
Í umsögn Seðlabanka Íslands til fjárlaganefndar Alþingis er fullyrt að þetta fyrirkomulag auki hagsveiflur, fremur en að milda þær, sem er andstætt tilgangi laga um opinber fjármál, en þau voru einmitt sett með það að markmiði að draga úr hagsveiflum og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika.
Athugasemdir