Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Á mörkum þess fyndna og þess drungalega

Það sem af er ári hafa ver­ið sett­ar upp fjór­ar sýn­ing­ar á verk­um mynd­list­ar­kon­unn­ar Siggu Bjarg­ar Sig­urð­ar­dótt­ur; í galle­ríi í Zürich, á Draw­ing Now-mess­unni í Par­ís, í Hafn­ar­borg í Hafnar­firði og nú síð­ast í Komp­unni í Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði.

Á mörkum þess fyndna og þess drungalega
Sigga Björg Henni finnst skemmtilegast að fylgjast með viðbrögðum barna við verkum hennar. Mynd: Úr einkasafni

 „Hvort þetta er venjulegt ár hjá mér? Það er eiginlega ekkert venjulegt í þessu. Stundum kemur allt á sama tíma og stundum er rólegra. Þetta er bara alls konar og maður veit aldrei,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir, spurð að því hvort það sé alltaf svona mikið um að vera hjá henni. Hún hefur vægast sagt verið á kafi í sýningarhaldi að undanförnu. Fyrst ber að nefna stóra innsetningu hennar í Hafnarborg sem stóð yfir frá janúar fram í mars. Þar gengu gestir inn í undraheim Rósu en sýningin samanstóð af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverki með veruna Rósu í aðalhlutverki, auk þess sem Sigga Björg hafði málað á veggi rýmisins og tengt með því verkin. Mikil vinna lá í Rósu en Sigga Björg hefur þó ekki gert sér lífið auðvelt og ferðast með sömu sýninguna safna á milli. „Ég reyni að endurtaka mig ekki aftur og aftur, þó að ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár