Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Á mörkum þess fyndna og þess drungalega

Það sem af er ári hafa ver­ið sett­ar upp fjór­ar sýn­ing­ar á verk­um mynd­list­ar­kon­unn­ar Siggu Bjarg­ar Sig­urð­ar­dótt­ur; í galle­ríi í Zürich, á Draw­ing Now-mess­unni í Par­ís, í Hafn­ar­borg í Hafnar­firði og nú síð­ast í Komp­unni í Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði.

Á mörkum þess fyndna og þess drungalega
Sigga Björg Henni finnst skemmtilegast að fylgjast með viðbrögðum barna við verkum hennar. Mynd: Úr einkasafni

 „Hvort þetta er venjulegt ár hjá mér? Það er eiginlega ekkert venjulegt í þessu. Stundum kemur allt á sama tíma og stundum er rólegra. Þetta er bara alls konar og maður veit aldrei,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir, spurð að því hvort það sé alltaf svona mikið um að vera hjá henni. Hún hefur vægast sagt verið á kafi í sýningarhaldi að undanförnu. Fyrst ber að nefna stóra innsetningu hennar í Hafnarborg sem stóð yfir frá janúar fram í mars. Þar gengu gestir inn í undraheim Rósu en sýningin samanstóð af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverki með veruna Rósu í aðalhlutverki, auk þess sem Sigga Björg hafði málað á veggi rýmisins og tengt með því verkin. Mikil vinna lá í Rósu en Sigga Björg hefur þó ekki gert sér lífið auðvelt og ferðast með sömu sýninguna safna á milli. „Ég reyni að endurtaka mig ekki aftur og aftur, þó að ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár