Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

10 athafnir sem auka hamingju

10 athafnir sem auka hamingju

Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að líkamleg nánd og kynlíf er það sem vekur helst með okkur vellíðan og hamingju. Einhverjir hefðu eflaust haldið að afslöppun, góð bók og leikur með börnunum væri hin fullkomna uppskrift að hamingjuríkum degi, en þessar athafnir komast ekki einu sinni á topp tíu listann yfir það sem gerir okkur hamingjusöm. Garðyrkja, útihlaup og tónleikar eru, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, líklegri til að veita okkur hamingju. 

Telegraph fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum en þær voru einnig birtar í virta tímaritinu The Economic Journal fyrr á þessu ári. Rannsóknin var gerð í samvinnu London School of Economics og Háskólans í Sussex. Yfir tuttugu þúsund manns voru beðnir um að ná sér í sérstakt app sem minnti þátttakendur nokkrum sinnum á dag á að skrá hamingjustig sitt og hvað þeir voru að gera hverju sinni. Teymið vann síðan úr gögnunum og mat hvaða athafnir væru líklegastar til að auka hamingju. 

Hér er topp tíu listinn:

1Nánd, kynlíf (14,20%)
 

2Leikhús, danssýning, tónleikar (9,29%)
 

3Listsýning, safnaferð, bókasafn(8,77%)


4Íþróttir, hlaup, hreyfing (8,12%)


5Garðyrkja (7,83%)


6Söngur, koma fram (6,95%)
 

7Samræður, félagsleg samskipti (6,38%)
 

8Fuglaskoðun, náttúruskoðun (6,28%)


9Ganga, fjallganga (6,18%)


10 Veiðar, fiskveiðar (5,82%)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár