Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

10 athafnir sem auka hamingju

10 athafnir sem auka hamingju

Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að líkamleg nánd og kynlíf er það sem vekur helst með okkur vellíðan og hamingju. Einhverjir hefðu eflaust haldið að afslöppun, góð bók og leikur með börnunum væri hin fullkomna uppskrift að hamingjuríkum degi, en þessar athafnir komast ekki einu sinni á topp tíu listann yfir það sem gerir okkur hamingjusöm. Garðyrkja, útihlaup og tónleikar eru, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, líklegri til að veita okkur hamingju. 

Telegraph fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum en þær voru einnig birtar í virta tímaritinu The Economic Journal fyrr á þessu ári. Rannsóknin var gerð í samvinnu London School of Economics og Háskólans í Sussex. Yfir tuttugu þúsund manns voru beðnir um að ná sér í sérstakt app sem minnti þátttakendur nokkrum sinnum á dag á að skrá hamingjustig sitt og hvað þeir voru að gera hverju sinni. Teymið vann síðan úr gögnunum og mat hvaða athafnir væru líklegastar til að auka hamingju. 

Hér er topp tíu listinn:

1Nánd, kynlíf (14,20%)
 

2Leikhús, danssýning, tónleikar (9,29%)
 

3Listsýning, safnaferð, bókasafn(8,77%)


4Íþróttir, hlaup, hreyfing (8,12%)


5Garðyrkja (7,83%)


6Söngur, koma fram (6,95%)
 

7Samræður, félagsleg samskipti (6,38%)
 

8Fuglaskoðun, náttúruskoðun (6,28%)


9Ganga, fjallganga (6,18%)


10 Veiðar, fiskveiðar (5,82%)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár