Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að líkamleg nánd og kynlíf er það sem vekur helst með okkur vellíðan og hamingju. Einhverjir hefðu eflaust haldið að afslöppun, góð bók og leikur með börnunum væri hin fullkomna uppskrift að hamingjuríkum degi, en þessar athafnir komast ekki einu sinni á topp tíu listann yfir það sem gerir okkur hamingjusöm. Garðyrkja, útihlaup og tónleikar eru, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, líklegri til að veita okkur hamingju.
Telegraph fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar í febrúar síðastliðnum en þær voru einnig birtar í virta tímaritinu The Economic Journal fyrr á þessu ári. Rannsóknin var gerð í samvinnu London School of Economics og Háskólans í Sussex. Yfir tuttugu þúsund manns voru beðnir um að ná sér í sérstakt app sem minnti þátttakendur nokkrum sinnum á dag á að skrá hamingjustig sitt og hvað þeir voru að gera hverju sinni. Teymið vann síðan úr gögnunum og mat hvaða athafnir væru líklegastar til að auka hamingju.
Hér er topp tíu listinn:
1Nánd, kynlíf (14,20%)
2Leikhús, danssýning, tónleikar (9,29%)
3Listsýning, safnaferð, bókasafn(8,77%)
4Íþróttir, hlaup, hreyfing (8,12%)
5Garðyrkja (7,83%)
6Söngur, koma fram (6,95%)
7Samræður, félagsleg samskipti (6,38%)
8Fuglaskoðun, náttúruskoðun (6,28%)
9Ganga, fjallganga (6,18%)
10 Veiðar, fiskveiðar (5,82%)
Athugasemdir