Sumarferð í Þjórsárver er orðin fastur liður í lífi mínu. Ég hef víða farið um hálendið og upplifað friðsæld og fegurð þess. Það er sannkölluð lífsfylling. En það er eitthvað alveg sérstakt sem kallar í Þjórsárverum. Hér eru 10 ástæður fyrir því:
1. Hjarta landsins
Náttúrufræðarinn okkar góði, Guðmundur Páll heitinn, hefur lýst því að í Þjórsárverum sé að finna hjarta landsins. Hann hefur rétt fyrir sér. Ég hef heyrt hjarta landsins slá þar þegar sólin slær geislum sínum á Hjartafell.
2. Veröld andstæðna
Þjórsárver er veröld andstæðna. Jökullinn og vatnið sem frá honum streymir sem ár, lækir, kvíslar og tjarnir eru lífæð gróðurs og dýra. Þar sem þessi lífæð nær ekki til, blasir við auðn og eyðimörk. Undir gróðrinum leynist svo víða sífreri. Þar sem gróður klæðir sífrera í íslensku sumri verður til heillandi mósaik.
Athugasemdir