Öllum að óvörum og þvert á allar kannanir varð þjóðernisöfgaflokkurinn Dansk folkeparti (DF) ótvíræður sigurvegari þingkosninganna í Danmörku 18 júní siðastliðinn. Flokkurinn jók fylgi sitt um tæp 72 prósent, fór úr 12,3% og 22 þingmönnum í 21,1% og 37 þingmenn. DF er því annar stærsti flokkur landsins, rúmum fimm prósentum á eftir Jafnaðarmönnum og tæpum tveimur prósentum á undan hægriflokknum Venstre, sem tapaði um þriðjungi af fylgi sínu og 13 þingsætum.
Á rúmum áratug hefur þessi þjóðernissinnaði öfgaflokkur, sem alla tíð hefur byggt stefnu sína á yfirboðum í velferðarmálum og andófi við Evrópusambandið og innflytjendur, ekki síst múslima, færst frá því að vera einangraður og utangarðs smáflokkur yfir í að verða forystuafl hinna borgaralegu afla í dönskum stjórnmálum. Og það sem meira er, líklega hefur ekkert stjórnmálaafl haft eins mótandi áhrif á umræðuna í dönsku samfélagi á þessum liðna áratug og DF og þar með á danskt samfélag.
Með dyggri aðstoð hægriflokkanna, (sjá grein mína Lögmæti eða fordæminig hatursumræðu) hefur DF, hægt og bítandi, tekist að gera hin neikvæðu og oft á tíðum hatursfullu sjónarmið flokksins í málefnum innflytjenda, að meginstefi samfélagsumræðunnar og það sem áður þótti öfgafullt og ólíðandi er í dag, sjálfsagt og eðlilegt umræðuefni – ef ekki viðtekin sannindi meðal stórs hluta þjóðarinnar.
Þetta hefur DF gert með því að tengja nánast öll mál, umræðunni um innflytjendur og þeirri meintu ógn sem dönsku samfélagi og efnahag á að standa af innflytjendum. Oftar en ekki, er Evrópusambandið síðan sagt ábyrgt fyrir vandanum, ekki síst þegar kemur að meintum „óheftum“ straumi innflytjenda frá Austur Evrópu og meintum „óhóflegum“ kostnaði velferðarsamfélagsins vegna innflytjenda.
„Þetta hefur DF gert með því að tengja nánast öll mál, umræðunni um innflytjendur og þeirri meintu ógn sem dönsku samfélagi og efnahag á að standa af innflytjendum.“
Á sama tíma hefur DF boðað stórfeld aukin útgjöld til velferðarmála, ekki síst til að bæta stöðu aldraðra og sjúkra, og í þeim efnum gengið mun lengra en flestir flokkar í rauðu blokkinni, og þvert á stefnu allra hinna flokkanna í bláu blokk Lars Løkke Rasmussen, sem hafa boðað útþenslustopp eða samdrátt hins opinbera.
Í stað þess að viðurkenna þær ósamræmanlegu mótsagnir sem eru í stefnu DF annarsvegar og hinna flokkanna í bláu blokk Lars Løkke, ekki síst þegar kemur að ríkisfjármálum og málefnum Evróu, ákvað Lars Løkke á síðustu dögum kosningabaráttunnar, að nýta sér málflutning DF í nauðvörn sinni um útþenslustopp hins opinbera. Í stað þess að viðurkenna óumflyjanlegan niðurskurð, benti hann á innflytjendur og þróunaraðstoð og sagði að þar væri hægt að spara.
Afleiðingarnar blasa nú við. Málflutningur DF hefur fengið enn meira lögmæti en áður og fylgið hefur aldrei verið meira. DF er stærsti flokkur hægrimanna í Danmörku, vinsælasti stjórnmálamaður Danmerkur er leiðtogi flokksins Kristian Thulesen Dahl og þegar þetta er skrifað, virðist allt stefna í að forseti danska þingsins verði Pia Kjærsgaard, stofnandi og fyrrum leiðtogi DF sem meðal annars hefur kallað eftir neyðarlögum til að berjast gegn Islam, vill eftirlitssveitir til að koma í veg fyrir áhorf á tilteknar stjónvarpsstöðvar frá miðausturlöndum og barðist hart gegn lögum sem bönnuðu barsmíðar barna.
DF neitar hinsvegar að taka sæti í ríkisstjórninni sem flokkurinn hefur leitt til valda, þar sem þeir vita að ómögulegt er að uppfylla þeirra mikilvægustu kosningaloforð, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki – fyrir þeim er einfaldlega ekki þingmeirihluti og í sumum tilfellum ekki pólitískur raunveruleiki.
Eftir situr því Lars Løkke Rasmussen með alla ábyrgðina, forsætisráðherra í hreinni minnihlutastjórn Venstre þar sem helmingur þingmanna flokksins eru ráðherrar – 12 karlar og 5 konur. Öllum er þó ljóst að hans bíður afar erfitt verkefni að fá í gegn þá stefnu sem hann boðaði fyrir kosningar, enda ekki þingmeirihluti fyrir loforðum hans um skattalækkanir og útþenslustopp hins opinbera.
Í raun er nú svo komið að hvert skref ríkisstjórnar Lars Løkke háð samþykki Kristian Thulesen Dahl og framtíð Venstre á valdastóli er fullkomlega á valdi DF. Líklega hefðu forystumenn Venstre hugsað sig amk tvisvar um, ef þeir hefðu séð þessa þróun fyrir, þegar þeir ákvaðu árið 2001 að bíta í eitrað epil DF, gefa málflutningi hans lögmæti og tryggja þannig völd sín í ríkisstjórn. Með samstarfi við þennann þá einangraða öfgaflokk danskra stjórnmála voru örlög þeirra líklega ráðin og umræðunnar um málefni innflytjenda líka.
Mens Pia Kjærsgaard fra Dansk Folkeparti ser ud til, at blive den nye formand for Folketinget, så kommer mange nok til at tænke på dette historiske klip. Det var daværende statsminister Poul Nyrup Rasmussen (S), der sagde de berømte ord fra Folketingets talerstol i 1999. Men fik han ret, eller er det noget sludder - hvad mener du?
Posted by DR Politik on Friday, July 3, 2015
Árið 1999 sagði Poul Nyrup Rasmussen, þáverandi formaður jafnaðarmanna að Dansk Folkeparti, með sínar mannfjaldsamlegu skoðanir, yrði aldrei stjórntækur flokkur. Á þessum tíma voru flestir sammála, en tveimur árum síðan nýtti Anders Fogh Rasmussen, þáverandi formaður hægriflokksins Venstre, flokkinn sem stuðningsflokk fyrir ríkisstjórn sína og gaf honum og öfgaskoðunum hans þar með lögmæti. Í dag er Dansk Folkeparti valdamesti flokkur Danmerkur.
Athugasemdir