„Innritun í flug NZ166 hefst eftir tíu mínútur,“ ómar um flugstöðina í Cairns, svo hátt að kóralrifin hljóta að titra rétt fyrir utan strendur borgarinnar. Ástralía kemur skemmtilega á óvart en eftir mánuð af óþarflega ruglandi vinstri-umferð, óhóflegum svitaköstum og þeirri staðreynd að peningarnir okkar hverfa hraðar en trúverðugleiki Sigmundar Davíðs í Wintris-málinu er kominn tími á ný ævintýri. Næst á dagskrá er Nýja-Sjáland og eru tvílembingarnir fullir tilhlökkunar fyrir áframhaldandi beit á grænna grasi, sem ekki er sagður skortur á á næsta áningarstað – ekki frekar en konum á listum Sjálfstæðisflokksins.
Við sporðrennum síðustu leifunum af skyndibitahamborgaranum og mergsjúgum hvern einasta dropa úr kókflöskunni áður en við höldum að hliðinu. Í ljósi þess að tíunda millilandaflugið okkar á innan við þremur mánuðum fer í loftið á næsta hálftímanum teljum við okkur standa ansi framarlega á meðal jafningja, ef jafningja skyldi kalla, þegar að undirbúningi fyrir flugtak kemur. Ég geng …
Athugasemdir