„[E]r búinn að setja Mauritius af stað og draga til baka stofnun á félagi í Suður-Afríku,“ skrifaði íslenski lögmaðurinn Bernhard Bogason í tölvupósti til Ingvars Júlíussonar, framkvæmdastjóra Esju Seafood á Kanaríeyjum, í tölvupósti þann 3. desember 2014.
Samherji naut aðstoðar Bernhards, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa starfað fyrir FL Group á árunum fyrir bankahrunið 2008, við að stofna félagið Mermaria Investments í skattaskjólinu Máritíus, eyju í Indlandshafi úti fyrir Austur-Afríku. Þetta félag notaði Samherji svo til að taka við sérleyfisgreiðslum frá útgerðinni í Namibíu upp á að minnsta kosti 640 milljónir króna á árunum 2013 til 2016. Þessar greiðslur voru sérstakar þóknanir sem Samherji fékk greiddar til sín vegna útgerðarinnar í Namibíu. Greiðslurnar námu 5 prósent af tekjum Namibíúútgerðarinnar.
Stundin vinnur úr gögnunum í Samherjamálinu í samstarfi við Wikileaks, fréttaskýringaþáttinn Kveika og Al Jazeera.
Lúxemborg Afríku
Sú staðreynd að Samherji stofnaði þetta félag á Máritíus þarf ekki …
Athugasemdir