Styrktarsjóður Samherja hefur síðastliðinn áratug gefið nærri 670 milljónir króna til góðra málefna eins og mannúðar- og líknarmála og til ýmissa íþróttafélaga. Árið 2017 átti sjóðurinn svo meðal annars þátt í því að fjármagna nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Upphæðirnar sem Samherji hefur gefið til góðra málefna í gegnum þennan sjóð, Samherjasjóðinn, eru háar en þær eru samt umtalsvert lægri en þær upphæðir sem Samherji hefur greitt í mútur í Namibíu til að fá aðgang að fiskveiðikvóta í landinu.
Heildarfjárhæðirnar sem Samherji hefur greitt í mútugreiðslur, sem Samherji kallar „ráðgjafargreiðslur“, að minnsta kosti í sumum tilfellum, til sex eignarhaldsfélaga sem tengjast Tamson Fitty Hatuikulip, Sacky Shangala og James Hatukulipi, nema samtals rúmlega milljarði króna hið minnsta.
Upphæðin sem Samherjasjóðurinn hefur gefið er svo rétt aðeins hærri en þær 640 milljónir króna sem Samherji hefur fengið borgað í sérleyfisgreiðslur frá Namibíu til eignarhaldsfélags síns, Mermaria Investments, í skattaskjólinu Máritíus vegna …
Athugasemdir