Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Kirkj­ur, bæna­hús, safna­hús og hús er­lendra ríkja og al­þjóða­stofn­ana eru und­an­þeg­in fast­eigna­skatti. Skatt­ur­inn á þessa að­ila hefði ann­ars ver­ið 640 millj­ón­ir króna í ár.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt
Þingsetning Fasteignir þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga eru undanskildar fasteignaskatti samkvæmt lögum. Mynd: Davíð Þór

Þjóðkirkjan og önnur trúfélög eru undanskilin fasteignaskatti vegna kirkna og bænahúsa. Skatturinn hefði hljóðað upp á 340 milljónir króna í ár ef undanþágunnar nyti ekki við.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Andrés spurði hvert væri fasteignamat þeirra fasteigna sem undanskildar eru í ár og hver upphæð skattsins hefði verið ef undanþágan væri ekki til staðar.

Samkvæmt lögum eru kirkjur og bænahús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga undanþegin. Þá eru safnahús undanskilin, svo framarlega sem þau eru ekki rekin í ágóðaskyni, og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnaða sem eru notuð í alþjóðasamskiptum, eins og til dæmis sendiráð.

Í svarinu kemur fram að heildarfasteignamat allra þessara eigna er tæpir 43 milljarðar króna. Fasteignaskattur á þær hefði verið tæpar 640 milljónir króna í ár, en skatthlutföllin eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Er fasteignaskattur einn af þremur lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga, ásamt útsvari og framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Í sundurliðun má sjá að fasteignir erlendra ríkja og alþjóðastofnana sem falla undir ákvæðið eru allar í Reykjavík og eru metnar á 6,7 milljarða króna. Hefði skattur af þeim numið 68 milljónum króna í ár.

Kirkjur og safnaðarheimili landsins eru metin á 21,5 milljarð króna og fasteignaskattur af þeim hefði numið rúmum 340 milljónum króna í ár, ef undanþágan væri ekki til staðar. Loks eru safnahús metin á 14,8 milljarða króna og undanþeginn skattur á þau áætlaður um 232 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár