Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Kirkj­ur, bæna­hús, safna­hús og hús er­lendra ríkja og al­þjóða­stofn­ana eru und­an­þeg­in fast­eigna­skatti. Skatt­ur­inn á þessa að­ila hefði ann­ars ver­ið 640 millj­ón­ir króna í ár.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt
Þingsetning Fasteignir þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga eru undanskildar fasteignaskatti samkvæmt lögum. Mynd: Davíð Þór

Þjóðkirkjan og önnur trúfélög eru undanskilin fasteignaskatti vegna kirkna og bænahúsa. Skatturinn hefði hljóðað upp á 340 milljónir króna í ár ef undanþágunnar nyti ekki við.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Andrés spurði hvert væri fasteignamat þeirra fasteigna sem undanskildar eru í ár og hver upphæð skattsins hefði verið ef undanþágan væri ekki til staðar.

Samkvæmt lögum eru kirkjur og bænahús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga undanþegin. Þá eru safnahús undanskilin, svo framarlega sem þau eru ekki rekin í ágóðaskyni, og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnaða sem eru notuð í alþjóðasamskiptum, eins og til dæmis sendiráð.

Í svarinu kemur fram að heildarfasteignamat allra þessara eigna er tæpir 43 milljarðar króna. Fasteignaskattur á þær hefði verið tæpar 640 milljónir króna í ár, en skatthlutföllin eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Er fasteignaskattur einn af þremur lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga, ásamt útsvari og framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Í sundurliðun má sjá að fasteignir erlendra ríkja og alþjóðastofnana sem falla undir ákvæðið eru allar í Reykjavík og eru metnar á 6,7 milljarða króna. Hefði skattur af þeim numið 68 milljónum króna í ár.

Kirkjur og safnaðarheimili landsins eru metin á 21,5 milljarð króna og fasteignaskattur af þeim hefði numið rúmum 340 milljónum króna í ár, ef undanþágan væri ekki til staðar. Loks eru safnahús metin á 14,8 milljarða króna og undanþeginn skattur á þau áætlaður um 232 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár