Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Kirkj­ur, bæna­hús, safna­hús og hús er­lendra ríkja og al­þjóða­stofn­ana eru und­an­þeg­in fast­eigna­skatti. Skatt­ur­inn á þessa að­ila hefði ann­ars ver­ið 640 millj­ón­ir króna í ár.

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt
Þingsetning Fasteignir þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga eru undanskildar fasteignaskatti samkvæmt lögum. Mynd: Davíð Þór

Þjóðkirkjan og önnur trúfélög eru undanskilin fasteignaskatti vegna kirkna og bænahúsa. Skatturinn hefði hljóðað upp á 340 milljónir króna í ár ef undanþágunnar nyti ekki við.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Andrés spurði hvert væri fasteignamat þeirra fasteigna sem undanskildar eru í ár og hver upphæð skattsins hefði verið ef undanþágan væri ekki til staðar.

Samkvæmt lögum eru kirkjur og bænahús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga undanþegin. Þá eru safnahús undanskilin, svo framarlega sem þau eru ekki rekin í ágóðaskyni, og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnaða sem eru notuð í alþjóðasamskiptum, eins og til dæmis sendiráð.

Í svarinu kemur fram að heildarfasteignamat allra þessara eigna er tæpir 43 milljarðar króna. Fasteignaskattur á þær hefði verið tæpar 640 milljónir króna í ár, en skatthlutföllin eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Er fasteignaskattur einn af þremur lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga, ásamt útsvari og framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Í sundurliðun má sjá að fasteignir erlendra ríkja og alþjóðastofnana sem falla undir ákvæðið eru allar í Reykjavík og eru metnar á 6,7 milljarða króna. Hefði skattur af þeim numið 68 milljónum króna í ár.

Kirkjur og safnaðarheimili landsins eru metin á 21,5 milljarð króna og fasteignaskattur af þeim hefði numið rúmum 340 milljónum króna í ár, ef undanþágan væri ekki til staðar. Loks eru safnahús metin á 14,8 milljarða króna og undanþeginn skattur á þau áætlaður um 232 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár