Ég trúi ekki á Guð en ég veit að Alex Ferguson færði Manchester United þrettán Englandsmeistaratitla, tvo Evrópumeistaratitla og fleira. Samkvæmt því stillti ég upp tveimur ævisögum hans á áberandi stað á heimilinu í staðinn fyrir „Drottinn blessi heimilið“-skilti. Sérstaklega Managing My Life, sem kom út árið 1999, hafði áhrif á mig og ég lít mikið upp til Fergie sem leiðtoga og stjórnanda.
Af bókum sem ég hef lesið nýlega vil ég nefna Chernobyl Prayer og Stasiland. Tvær afburða viðtalsbækur sem geyma ótrúlegar sögur.
Athugasemdir