„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Sól­rún Alda og Rahmon berj­ast fyr­ir lífi sínu eft­ir elds­voða í Hlíð­un­um. Fjöl­skyld­ur þeirra beggja standa sem klett­ar við bak þeirra. Þau vilja brýna fyr­ir fólki að gæta að heim­il­um sín­um í tengsl­um við eld­hættu.

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
Erfitt verkefni Þau Sólrún Alda og Rahmon fengu erfitt verkefni í fangið en fólkið þeirra allt stendur þétt að baki þeim. Mynd: Úr einkasafni

Parinu unga sem slasaðist í eldsvoða í Hlíðunum 23. október síðastliðinn er enn haldið sofandi í lífshættu. Ástand þeirra Sólrúnar Öldu Waldorff og Rahmons Anvarovs er alvarlegt, þau berjast bæði fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi, hann hér heima á Íslandi en hún úti í Svíþjóð. Bæði eru þau mikið slösuð og tengd við öndunarvélar. Móðir Sólrúnar segir að þrátt fyrir alvarleika áverkana séu þau bæði sterk og berjist af hörku og það geri aðstandendur þeirra einnig. „Þau fengu erfitt verkefni í fangið og þurfa á öllu að halda til að takast á við það.“

Þórunn Alda Gylfadóttir

„Líðan þeirra beggja er mjög svipuð því þau eru með mjög svipaða áverka. Þau eru bæði með hita, með sýkingar og bæði með lungnabólgu. Þau eru líka bæði með mikla áverka á lungum, eftir reykeitrun og hitann, og með mikil brunasár á stórum hluta húðarinnar. Sólrún hlaut um 35 prósent skaða á húð en fyrsta mat á Rahmon var að hans skaði væri rúmlega 50 prósent,“ segir Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, í samtali við Stundina. Rahmon liggur á gjörgæsludeild Landspítala Íslands en Sólrúnu var flogið út til Linköping í Svíþjóð sökum þess að lungu hennar eru verr farin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár