Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Sól­rún Alda og Rahmon berj­ast fyr­ir lífi sínu eft­ir elds­voða í Hlíð­un­um. Fjöl­skyld­ur þeirra beggja standa sem klett­ar við bak þeirra. Þau vilja brýna fyr­ir fólki að gæta að heim­il­um sín­um í tengsl­um við eld­hættu.

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
Erfitt verkefni Þau Sólrún Alda og Rahmon fengu erfitt verkefni í fangið en fólkið þeirra allt stendur þétt að baki þeim. Mynd: Úr einkasafni

Parinu unga sem slasaðist í eldsvoða í Hlíðunum 23. október síðastliðinn er enn haldið sofandi í lífshættu. Ástand þeirra Sólrúnar Öldu Waldorff og Rahmons Anvarovs er alvarlegt, þau berjast bæði fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi, hann hér heima á Íslandi en hún úti í Svíþjóð. Bæði eru þau mikið slösuð og tengd við öndunarvélar. Móðir Sólrúnar segir að þrátt fyrir alvarleika áverkana séu þau bæði sterk og berjist af hörku og það geri aðstandendur þeirra einnig. „Þau fengu erfitt verkefni í fangið og þurfa á öllu að halda til að takast á við það.“

Þórunn Alda Gylfadóttir

„Líðan þeirra beggja er mjög svipuð því þau eru með mjög svipaða áverka. Þau eru bæði með hita, með sýkingar og bæði með lungnabólgu. Þau eru líka bæði með mikla áverka á lungum, eftir reykeitrun og hitann, og með mikil brunasár á stórum hluta húðarinnar. Sólrún hlaut um 35 prósent skaða á húð en fyrsta mat á Rahmon var að hans skaði væri rúmlega 50 prósent,“ segir Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, í samtali við Stundina. Rahmon liggur á gjörgæsludeild Landspítala Íslands en Sólrúnu var flogið út til Linköping í Svíþjóð sökum þess að lungu hennar eru verr farin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár