Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Sól­rún Alda og Rahmon berj­ast fyr­ir lífi sínu eft­ir elds­voða í Hlíð­un­um. Fjöl­skyld­ur þeirra beggja standa sem klett­ar við bak þeirra. Þau vilja brýna fyr­ir fólki að gæta að heim­il­um sín­um í tengsl­um við eld­hættu.

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
Erfitt verkefni Þau Sólrún Alda og Rahmon fengu erfitt verkefni í fangið en fólkið þeirra allt stendur þétt að baki þeim. Mynd: Úr einkasafni

Parinu unga sem slasaðist í eldsvoða í Hlíðunum 23. október síðastliðinn er enn haldið sofandi í lífshættu. Ástand þeirra Sólrúnar Öldu Waldorff og Rahmons Anvarovs er alvarlegt, þau berjast bæði fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi, hann hér heima á Íslandi en hún úti í Svíþjóð. Bæði eru þau mikið slösuð og tengd við öndunarvélar. Móðir Sólrúnar segir að þrátt fyrir alvarleika áverkana séu þau bæði sterk og berjist af hörku og það geri aðstandendur þeirra einnig. „Þau fengu erfitt verkefni í fangið og þurfa á öllu að halda til að takast á við það.“

Þórunn Alda Gylfadóttir

„Líðan þeirra beggja er mjög svipuð því þau eru með mjög svipaða áverka. Þau eru bæði með hita, með sýkingar og bæði með lungnabólgu. Þau eru líka bæði með mikla áverka á lungum, eftir reykeitrun og hitann, og með mikil brunasár á stórum hluta húðarinnar. Sólrún hlaut um 35 prósent skaða á húð en fyrsta mat á Rahmon var að hans skaði væri rúmlega 50 prósent,“ segir Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, í samtali við Stundina. Rahmon liggur á gjörgæsludeild Landspítala Íslands en Sólrúnu var flogið út til Linköping í Svíþjóð sökum þess að lungu hennar eru verr farin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu