Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan

Rauði kross Ís­lands harm­ar hvernig stað­ið var að brott­flutn­ingi þung­aðr­ar albanskr­ar konu úr landi í gær. Mið­að við að­stæð­ur hefði sá brott­flutn­ingu aldrei átt að fara fram.

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan
Hefði ekki átt að flytja konuna úr landi Rauði krossinn segir að miðað við aðstæður hefði ekki átt að flytja þunguðu albönsku konuna úr landi í gær. Það hafi ekki verið í anda mannúðar. Mynd: Facebook / Réttur barna á flótta

Rauði krossinn á Íslandi harmar hvernig staðið var að brottflutningi þungaðrar albanskrar konu úr landi í gær. Meðferð íslenskra yfirvalda á konunni hafi ekki verið í samræmi við við markmið laga um útlendinga er lúta á mannúðlegri meðferð stjórnvalda. Brottflutningur hefði ekki átt að eiga sér stað í ljósi aðstæðna.

Í tilkynningu sem Rauði krossinn hefur sent frá sér vegna brottvikningar konunnar, sem gengin var nærri 36 vikur á leið, ásamt manni sínum og tveggja ára syni, er harmað að ekki hafi verið staldrað við í framkvæmd brottvísunarinnar. Konan hafi verið í áhættuhópi vegna fyrri meðgöngu, í viðkvæmri stöðu sem umsækjandi um alþjóðlega vernd, brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. viku meðgöngu og jafnframt í andstöðu við nýtt læknisvottorð þar sem ekki var mælt með flutningi.

„Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu“

„Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt 2. grein laga um útlendinga sé markmið laganna meðal annars að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“

Rauði krossinn segir jafnframt að ekki sé forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort brottflutningur fari fram eða ekki, þegar heilbrigðisgögn taki ekki af öll tvímæli um ástand eða séu ekki nógu skýr. Því verði að laga verklag, hvort sem er hjá Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóra eða innan heilbrigðiskerfisins, þegar um svo viðkvæman hóp sem fólk sem sótt hefur hér um alþjóðlega vernd er að ræða. „Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár