Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan

Rauði kross Ís­lands harm­ar hvernig stað­ið var að brott­flutn­ingi þung­aðr­ar albanskr­ar konu úr landi í gær. Mið­að við að­stæð­ur hefði sá brott­flutn­ingu aldrei átt að fara fram.

Rauði krossinn segir brottflutning ekki hafa verið mannúðlegan
Hefði ekki átt að flytja konuna úr landi Rauði krossinn segir að miðað við aðstæður hefði ekki átt að flytja þunguðu albönsku konuna úr landi í gær. Það hafi ekki verið í anda mannúðar. Mynd: Facebook / Réttur barna á flótta

Rauði krossinn á Íslandi harmar hvernig staðið var að brottflutningi þungaðrar albanskrar konu úr landi í gær. Meðferð íslenskra yfirvalda á konunni hafi ekki verið í samræmi við við markmið laga um útlendinga er lúta á mannúðlegri meðferð stjórnvalda. Brottflutningur hefði ekki átt að eiga sér stað í ljósi aðstæðna.

Í tilkynningu sem Rauði krossinn hefur sent frá sér vegna brottvikningar konunnar, sem gengin var nærri 36 vikur á leið, ásamt manni sínum og tveggja ára syni, er harmað að ekki hafi verið staldrað við í framkvæmd brottvísunarinnar. Konan hafi verið í áhættuhópi vegna fyrri meðgöngu, í viðkvæmri stöðu sem umsækjandi um alþjóðlega vernd, brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. viku meðgöngu og jafnframt í andstöðu við nýtt læknisvottorð þar sem ekki var mælt með flutningi.

„Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu“

„Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt 2. grein laga um útlendinga sé markmið laganna meðal annars að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“

Rauði krossinn segir jafnframt að ekki sé forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort brottflutningur fari fram eða ekki, þegar heilbrigðisgögn taki ekki af öll tvímæli um ástand eða séu ekki nógu skýr. Því verði að laga verklag, hvort sem er hjá Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóra eða innan heilbrigðiskerfisins, þegar um svo viðkvæman hóp sem fólk sem sótt hefur hér um alþjóðlega vernd er að ræða. „Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár