Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra vegna brott­vís­un­ar þung­aðr­ar konu frá land­inu.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni
Segir reglum hafa verið fylgt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að að reglum hefði verið fylgt þegar konu sem gengin er 36 vikur með barn sitt var vísað úr landi í gær. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um meðferð íslenskra yfirvalda á þungaðri albanskri konu sem flutt var úr landi í gær, þvert gegn mati heilbrigðisstarfsfólks á Kvennadeild Landspítala. Konan er gengin 36 vikur á leið og var hún tekin af lögreglu beint af spítala, þar sem hún hafði leitað sér aðstoðar, og flutt út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var henni flogið ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra til Þýskalands, síðan til Austurríkis og í nótt lentu þau loks í Albaníu, eftir nítján klukkustunda ferðalag.

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala beinir sex spurningum til Áslaugar Örnu þar sem spurt er hver hafi tekið ákvörðunina um að vísa konunni úr landi. Þá spyr Helga Vala út í mat læknis Útlendingastofnunar á konunni og jafnframt hver hafi tekið ákvörðun um að byggja ákvörðun um að brottvísa konunni á vottorði umrædds læknis en ekki nýrra vottorðs frá fæðingalækni á Landspítala, sem lá fyrir.

Þá spyr Helga Vala einnig um hvort meðferð íslenskra yfirvalda á konunni sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd. Jafnframt óskar hún síðan eftir upplýsingum um fjölda þungaðra kvenna sem hefur verið vísað af landi brott síðustu tvö ár, og jafnframt á hvaða tíma meðgöngu þær hafi verið.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.

1. Hver tók ákvörðun um að brottvísa skyldi þungaðri konu, á 36 viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfararnótt 5.nóvember 2019?

2. Á hvaða grundvelli tók læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að gefa út svokallað „Fit to fly” eða „hæf til að fljúga” vottorð og heimila þannig brottvísun þungaðrar konu á 36. viku meðgöngu, úr landi þann 5. nóvember 2019. Hvenær fór mat umrædds læknis fram, hvenær var skoðun hans á umræddri konu framkvæmd og hvenær var vottorð er heimilaði brottvísun ritað?

3. Hver tók ákvörðun um að byggja ákvörðun um brottvísun á eldra vottorði trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar  dagsett 4. nóvember 2019 í stað yngra vottorðs fæðingarlæknis Landspítala dagsettu 5. nóvember 2019?

4. Tryggði Útlendingastofnun umræddri konu og væntanlegu barni hennar nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?

5. Er brottvísun sú sem framkvæmd var þann 5. nóvember 2019, á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?

6. Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið brottvísað frá Íslandi á árinu 2019 og 2018 og á hvaða tíma meðgöngu voru umræddar konur?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu