Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra vegna brott­vís­un­ar þung­aðr­ar konu frá land­inu.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni
Segir reglum hafa verið fylgt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að að reglum hefði verið fylgt þegar konu sem gengin er 36 vikur með barn sitt var vísað úr landi í gær. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um meðferð íslenskra yfirvalda á þungaðri albanskri konu sem flutt var úr landi í gær, þvert gegn mati heilbrigðisstarfsfólks á Kvennadeild Landspítala. Konan er gengin 36 vikur á leið og var hún tekin af lögreglu beint af spítala, þar sem hún hafði leitað sér aðstoðar, og flutt út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var henni flogið ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra til Þýskalands, síðan til Austurríkis og í nótt lentu þau loks í Albaníu, eftir nítján klukkustunda ferðalag.

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala beinir sex spurningum til Áslaugar Örnu þar sem spurt er hver hafi tekið ákvörðunina um að vísa konunni úr landi. Þá spyr Helga Vala út í mat læknis Útlendingastofnunar á konunni og jafnframt hver hafi tekið ákvörðun um að byggja ákvörðun um að brottvísa konunni á vottorði umrædds læknis en ekki nýrra vottorðs frá fæðingalækni á Landspítala, sem lá fyrir.

Þá spyr Helga Vala einnig um hvort meðferð íslenskra yfirvalda á konunni sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd. Jafnframt óskar hún síðan eftir upplýsingum um fjölda þungaðra kvenna sem hefur verið vísað af landi brott síðustu tvö ár, og jafnframt á hvaða tíma meðgöngu þær hafi verið.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.

1. Hver tók ákvörðun um að brottvísa skyldi þungaðri konu, á 36 viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfararnótt 5.nóvember 2019?

2. Á hvaða grundvelli tók læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að gefa út svokallað „Fit to fly” eða „hæf til að fljúga” vottorð og heimila þannig brottvísun þungaðrar konu á 36. viku meðgöngu, úr landi þann 5. nóvember 2019. Hvenær fór mat umrædds læknis fram, hvenær var skoðun hans á umræddri konu framkvæmd og hvenær var vottorð er heimilaði brottvísun ritað?

3. Hver tók ákvörðun um að byggja ákvörðun um brottvísun á eldra vottorði trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar  dagsett 4. nóvember 2019 í stað yngra vottorðs fæðingarlæknis Landspítala dagsettu 5. nóvember 2019?

4. Tryggði Útlendingastofnun umræddri konu og væntanlegu barni hennar nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?

5. Er brottvísun sú sem framkvæmd var þann 5. nóvember 2019, á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?

6. Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið brottvísað frá Íslandi á árinu 2019 og 2018 og á hvaða tíma meðgöngu voru umræddar konur?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár