Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra vegna brott­vís­un­ar þung­aðr­ar konu frá land­inu.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni
Segir reglum hafa verið fylgt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að að reglum hefði verið fylgt þegar konu sem gengin er 36 vikur með barn sitt var vísað úr landi í gær. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um meðferð íslenskra yfirvalda á þungaðri albanskri konu sem flutt var úr landi í gær, þvert gegn mati heilbrigðisstarfsfólks á Kvennadeild Landspítala. Konan er gengin 36 vikur á leið og var hún tekin af lögreglu beint af spítala, þar sem hún hafði leitað sér aðstoðar, og flutt út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var henni flogið ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra til Þýskalands, síðan til Austurríkis og í nótt lentu þau loks í Albaníu, eftir nítján klukkustunda ferðalag.

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala beinir sex spurningum til Áslaugar Örnu þar sem spurt er hver hafi tekið ákvörðunina um að vísa konunni úr landi. Þá spyr Helga Vala út í mat læknis Útlendingastofnunar á konunni og jafnframt hver hafi tekið ákvörðun um að byggja ákvörðun um að brottvísa konunni á vottorði umrædds læknis en ekki nýrra vottorðs frá fæðingalækni á Landspítala, sem lá fyrir.

Þá spyr Helga Vala einnig um hvort meðferð íslenskra yfirvalda á konunni sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd. Jafnframt óskar hún síðan eftir upplýsingum um fjölda þungaðra kvenna sem hefur verið vísað af landi brott síðustu tvö ár, og jafnframt á hvaða tíma meðgöngu þær hafi verið.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.

1. Hver tók ákvörðun um að brottvísa skyldi þungaðri konu, á 36 viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfararnótt 5.nóvember 2019?

2. Á hvaða grundvelli tók læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að gefa út svokallað „Fit to fly” eða „hæf til að fljúga” vottorð og heimila þannig brottvísun þungaðrar konu á 36. viku meðgöngu, úr landi þann 5. nóvember 2019. Hvenær fór mat umrædds læknis fram, hvenær var skoðun hans á umræddri konu framkvæmd og hvenær var vottorð er heimilaði brottvísun ritað?

3. Hver tók ákvörðun um að byggja ákvörðun um brottvísun á eldra vottorði trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar  dagsett 4. nóvember 2019 í stað yngra vottorðs fæðingarlæknis Landspítala dagsettu 5. nóvember 2019?

4. Tryggði Útlendingastofnun umræddri konu og væntanlegu barni hennar nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?

5. Er brottvísun sú sem framkvæmd var þann 5. nóvember 2019, á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?

6. Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið brottvísað frá Íslandi á árinu 2019 og 2018 og á hvaða tíma meðgöngu voru umræddar konur?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár