Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

„Það eru tvö líf í húfi þeg­ar þung­uð kona flýg­ur,“ seg­ir starf­andi yf­ir­lækn­ir fæð­inga­þjón­ustu Land­spít­al­ans. Hún seg­ir lækna deild­ar­inn­ar ekki gefa út vott­orð af ástæðu­lausu. Al­var­legt sé ef ekki sé tek­ið mark á leið­bein­ing­um frá lækn­um Land­spít­al­ans.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar
Ólétta konan Læknir á kvennadeild sagði hana eiga „erfitt með langt flug“, en Útlendingastofnun sagði ekkert hafa komið fram um að „flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu“. Mynd: No Boders

„Það er einhver ástæða fyrir því að gefið var út vottorð hjá okkur og það er óskynsamlegt að fara ekki eftir þeim ráðleggingum,“ segir Eva Jónasdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans. „Það eru tvö líf í húfi þegar þungaðar konur eru að fljúga og ef þeim er ráðlagt að gera það ekki fylgir því ákveðin áhætta.”

Íslenskir lögreglumenn fylgdu 26 ára konu, sem er gengin 36 vikur á leið, úr landi í morgun með flugvél Icelandair. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug. Sjónarvottar hafa lýst því að konunni hafi verið mikið niðri fyrir nótt, hún verið stressuð og þá hafi byrjað að blæða mikið úr nefi.

Spurð að því hvernig læknar á Kvennadeild Landspítalans líti á þá staðreynd að frekar hafi verið tekið mark á lækni Útlendingastofnunar en lækni á Kvennadeild Landspítalans segir Eva: „Maður myndi ætla að það ætti að líta á og taka mark á nýjasta vottorðinu,“ segir hún. „Vottorð frá læknum sem hitta konuna og skoða hana ætti að sjálfsögðu að vega þyngra en eldra læknisvottorð, eða vottorð frá manneskju sem ekki hefur hitt hana, því erfitt er að meta stöðuna á öðru en að hitta viðkomandi. Auðvitað er það alvarlegt ef ekki er tekið mark á því sem sérfræðingar hérna segja.“

Hún tekur það fram að hún hafi ekki verið á vakt í nótt, þegar fjölskyldan dvaldi á spítalanum, auk þess að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. „En almennt ráðleggjum við konum ekki að fljúga eftir að þær eru gengnar á bilinu 35-36 vikur. Rétt rúmlega 5% kvenna fæða börn sín fyrir 37 vikurnar, þannig að þó að líkurnar séu ekki miklar eru þær vissulega fyrir hendi. Líkamlegt og andlegt álag getur haft áhrif þar á, þó erfitt sé að fullyrða um hvað kemur fæðingu af stað. Mikið álag hjálpar ekki til, ef þú ert viðkvæm fyrir.“

„Það er erfitt að lifa í óvissu með ófætt barn“

Eva segir að vaxandi hópur kvenna í hópi hælisleitenda og flóttafólks leiti á Kvennadeild Landspítalans og til heilsugæslunnar eftir aðstoð. Oft sé fólkið undir miklu álagi. „Já, oft eru þau undir álagi, enda vita þessar konur oft ekki hver verða þeirra næstu skref. Það er erfitt að lifa í óvissu með ófætt barn,“ segir Eva. Konur séu eins misjafnar og þær eru margar og því geti hún fátt sagt um líkamlegt ástand konunna sem send var úr landi. „Það þarf ekki lækni til þess að segja að það mikilvægasta fyrir konu sem gengin er 36 vikur, þegar styttist í fæðingu, er að búa við ró og öryggi og að vita hvað framtíðin ber í skauti sér, til dæmis hvar hún fæðir barnið sitt. Því miður er því ekki fyrir að fara hjá þessum hópi.“

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi fengið vottorð frá lækni á heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. „Viðkomandi leitaði síðan sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði kom ekkert fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað.“

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár