Þeim fulltrúum sem kirkjuráð ákvað að skipa í svokallað teymi þjóðkirkjunnar í júní hefur verið skipt út. Teymið hefur ekki hafið störf fjórum mánuðum eftir að reglugerð um það tók gildi.
Þjóðkirkjan setti sér í vor starfsreglur um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Fagráð þjóðkirkjunnar var lagt niður, en í stað þess stofnað svokallað teymi þjóðkirkjunnar, skipað sérfræðingum sem leiða á meðferð þessara mála og fylgja þeim eftir.
Kirkjuráð skipar þrjá aðila í teymið til fjögurra ára í senn. Teymið skal skipað sérfróðu utanaðkomandi fólki, en ekki vígðum þjónum kirkjunnar eða fastráðnum starfsmönnum. Á fundi kirkjuráðs 12. júní kom fram að Sólveig Anna Bóasdóttir guð-og siðfræðingur og Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur hefðu verið valdar í teymið. Samkvæmt upplýsingum sem Biskupsstofa veitti Stundinni í lok október hafði Bragi Björnsson lögfræðingur bæst við í kjölfarið …
Athugasemdir